Sameiningin - 01.04.1888, Page 11
■27—
ingjunum viðrkennt aS vera með öllu óaðíinnanlegt, lireint
og jafnvel lmilagt ?
Svar: Aí' því að þessir menn hötuðu hjartað í trú krist-
inna manna. Hjartað er iiinn krossfesti Jesús Kristr. það
er hans persóna, hans kenning, iians ríki, sem Gyðingaheimr-
inn og heiðingjaheimrinn mótmælti, ofsókti, œcldi á rnóti
til forna, og það er liann enn, sem yfir höfuð að tala er
verið að mótmæla, þegar hinum kristna trúarflokki er mót-
mælt á voití tíð. ]>essi mótmæli oru auðvitað talsvert öðru-
vísi nú í heiminum heldr en áðr. Félag kristinna manna
var þá tiltölulega svo fjarska fámennt; það er nú svo ákaf-
lega margmennt. þá liafði kristindómrinn eigi fengið viðr-
kenning meðal almennings. X ú er hann viðrkenndr af al-
menningi í miklum hluta, og það einmitt ölluni hinum
menntaða Jduta heimsins. Hið kristna nafn hefir nú fengið
svo mikla hefð í þessum liluta heimsins, að mönnum þylcir
það skammaryrði, ef sagt er, að sá eða sá sé ekki krist-
inn. þá þótti það alinennt hin mesta smán, ef maðr var
talinn kristinn. þá gátu menn sagt hisprslaust, að þeir höt-
uðu þann, sem kristnir menn trúðu á. Nú þorir varla neinn
að segja, að liann liati Krist; hann er svo viðrkennd per-
sóna mi: honum dirfist varla neinn beinlínis að mótmæla.
Ku kirkjunni þora menn að mótmæla. Menn láta óvild-
ina til Krists bitna á kirkjunni, söfnuðinum. Einlvver mesti
fjandmaðr kristindómsins í Ameríku, Jtobert IngersoU, segir:
„Hefði eg verið á Krists dögum i Gyðingalandi, þá hefði
eg verið einn af hans lærisveinum. Svo fjarri því er það,
að eg hati Krist.“ En kirkjuna segist hann hata. Vantrú-
iri á vorri öld gefr allt af í skyn, að hún hafi Krist í
mestu hávegum. Hún vinzar úr kenningum hans það, sem
lienni sýnist liún geta notað. Hinu kastar hún, og vill
svo telja mönnum trú um, að það hafi aldrei verið Krists
kenning; þaö sé tilbúningr kirkjunnar. Svo mótmæla menn
lienni, rífa hana niðr, draga fram galla þeirra, sem halda
á lofti orði drottins, en mótmælin, mótspyrnan, óvildarhugr-
inn gildir Jesúm Krist.
(Framhald og niörlag í næsta bl.).