Sameiningin - 01.04.1888, Page 13
•29
lielminginn at' vinnu þeirri, sem menn gjöju í Ameríku, þá
mætti sannarlega eitthvaö framkvæma liér heima.
Gönur þæi-, sem bindintlishreifingin ameríkanska hefir
oft lent í, verða mjög skiljanlegar, þá er þess er gætt, hve
langt ganga vínkaup og vínnautn í því landi. Á einu ári,
árinu 1880, var á þennan liátt um allt landið (Canada
sjálfsagt ekki talin með, heldr að eins átt við Bandaríkin)
eytt níu liundruðum milíóna dollara, Og þá er ekki nema
eðlilegt, að þegar farið er að rísa á móti þessum ofdrykkju-
ósköpum, þá komist hinir áköfu Ameríkumenn í berserksgang.
J)eir eru til, er líta á Ameríku, svo sem væiá liún land
nýrrar heiðni og guðleysis. En ekkert getr verið meiri fjar-
stœða. Nú, það eru til þeir Ameríkumenn, sem alveg sömu
skoðan hafa á Jiýzkalandi og sem telja nauðsynlegt að senda
kristniboða yfir um til að snúa þjóðverjuin til kristni!—Ameríka
er í fyllsta skilningi kristið land. það er satt: slíkr maðr og
Iticjersoll hefir komið þar fram; slíkr háskóli eins og Girarcl
Collec/e liefir verið stofnaði' þar, á á kveðnum vantniargrund-
velli, og regluleg guðleysingja-nýlenda hefir verið mynduð
þar, sú í New Ulm í Minnesota. En á jnóti öllu þessu vegr
fijótt annað. það þarf ekki neitt dýpra en fyndnina úr
Talmage, þá er blöðin strá henni út um landið, til þess að koma
mönnum landshornanna á milli til að hlæja að Ingersoll.
Og bæði Girard College og New Ulm-nýlendan hafa kom-
izt undir lcristin áhrif.
þjóðverjar hefði gott af að læra af Ameríkumönnum
að því er snertir helgiliakl sunnudagsins. það hve vandlega
sabbatshaldsins er gætt í bœjunum er óinetanleg blessan
fyrir almenning. Oss þjóðverjum, sem skortir svo mjög verk-
lægni, hættir við að ímynda oss, að vér getum ekki verið
án sunnudaasins frá vinnu vorri: hinir verklægnu Ameríku-
menn hafa betr vit á; þeim er það Ijóst, að sunnudags-
hvíldin er ein af Iiinum miklu uppsprettum til þess, livc
voldug þjóðin er.
Til þcss að sjá, hvc mikið vald kristiudómrinn liefir vfir
almenningi, þarf ekki annað én koma í kirkjur Ameríku-
manna. Hinar 500 kirkjur í New York eru fullar á hverj-
um sunnudegi, þar sem hinar 70 kirkjur í Berlín, sein er
af sömu stœrð og New York, eni allt að því tómar.