Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.02.1890, Side 6

Sameiningin - 01.02.1890, Side 6
—198— jafnvel meSal hinna beztu kirkjumanna í Reylcjavík eða á Islandi yfirhöfuð komi til hugar, aS neitt eigi að gjöra eða megi gjöra fyrir líf kirkjunnar nema það, sem ákveð- ið er í kirkjulögum landsins. Sunnudagsskóli er nú ekki fyrirskipaðr, og svo er þar enginn slíkr skóli, ekki einu sinni í Reykjavrlc, og þó morar þar náttúrlega af rnönnum, sem ætti að hafa framúrskarandi hœíilegleika til að kenna í slíkum skóla. Kirkjulögin fyrirskipa eina guðsþjónustu á helgidegi hverjum í öllum aðalkirkjum landsins, og svo er hvergi nema ein guðsþjónusta, ekki einu sinni í Reykjavík, þar sem þó í söfnuði upp á meira en 4 þúsundir manns aðeins er ein kirkja, sem tekr öllu færra fólk en íslenzka kirkjan hér í Winnipeg. Eg heyrði aðeins á einum manni, séra Helga Hálfdanarsyni, hjartanlega löngun eftir því, að guðs- þjónustunum í Reykjavíkrkirkju væri fjölgað. Eg er viss uin, að þar yrði óðar kvöldguðsþjónusta á hverjum sunnudegi í viðbót við hádegisguðsþjónusturnar, ef utanþjóðkirkjusöfn- uðr væri. til að ýta undir þjóðkirkjumennina. Eg hverf frá Reykjavílc með hugleiðingar mínar þangað til seinna, því 7. Sept. stigum við á ný á danska póstskipið ,,Laura“ til þess að komast með því sunnan um land austr til Seyðisfjarðar. Sú ferð gekk seint, því hvass stormr blés á móti stöðugt. Verst var veðrið, þegar við vorum að haksa út undan Oræfajökli. Skipinu miðaði þar í heilan sólarliring nálega ekki lifandi ögn. Eg hefi oft farið þar á landi á hestbaki ineð miklu hraöari ferð. Eg gat nærri því farið að íinynda mér, að þetta herfilega illviðri stafaði af því, að hinn voldugi fjallakonungr íslands væri mér fokreiðr fyrir það, að eg var nýbúinn í fyrirlestrinum mínum um íslenzkan nihilismus, sem eg las upp í Reykjavík rétt áðr en eg sté á skipsfjöl, að líkja við liann því, sem verst er og voöalegast í hinu andlega lífi landsins. Nokkuð var það, að eg liaf'ði inargoft áðr farið meðfram Öræfajökli og aldrei fengið aðra eins illveðrsgusu í nágrenni hans eins- og í þetta skifti. Eftir 4 sólarliringa náðum viö inn á Seyðisfjörð. það var snemma morguns hinn 11. Sept. að skipið liafnaði sig þar. Veörinu var slotað. Sólin var að gægjast fram í gegnum skýbólstrana í loftinu. En fjalla-

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.