Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.02.1890, Blaðsíða 11

Sameiningin - 01.02.1890, Blaðsíða 11
—20ð landi, en upplýsingin virSist þar snemraa hafa stefnt huga fólks burtu frá kirkju og kristindómi. Eg hygg það hah verið í • Kelduhveríi, að einna mest bar á þessu hérna á árunum. Einstaka menn, sem lesið gátu útlendar bœkr, urðu hugfangnir í hinni svo kölluðu „andabók“, og líklega hafa rit Magnúsar Eiríkssonar hvergi á landinu verið lesin eins mikið og í þessum héruðum. Mér var sagt, að Mý- vetningar myndi nú eiga í sínum hópi einhverja unga tals- menn þessarar anti-kirkjulegu stefnu; en hvað í því er, get eg eigi sagt. En ef svo er, þá er vonanda, að hinn núver- andi merkisprestur, þeirra séra Arni Jónsson, geti beint upplýs- ing sveitarinnar í heilsusamlegri átt. I Mývatnssveitinni hitti eg mann, sem var svo fróðr um byggðarlög Islend- inga hér vestra og hag íslenzks fólks hér yiir höfuð, að eg var alveg hissa. ])að var einsog hann hefði margferð- azt hér um allar byggðir vorai’. Og livergi var þar heima spurt að jafn-mörgum spurningum viðvílcjandi tilveru ís- lenzks fólks hérna megin liafsins einsog á vissum stöðum í þingeyjarsýslu. Mér þótti vænt um að geta glatt menn þar með þ'u', að margir fremstu og uppbyggiiegustu menn- irnir í félagsskap vorum hér í landi væri einmitt þing- eyingar. —• Til Húsavíkr komum við 22. Sept. Einsog áðr á Yopnafirði dvöldum við þar í góðu ytírlæti hjá mága- fólki rnínu. Húsavíkrprestrinn séra Rútr Finnbogi Magn- ússon var því miðr ekki heima, hafði brugðið sér til Yest- fjarða skömmu áðr með póstskipinu. Hann þykir góðr prestr og uppbyggilegr maðr. Að kvöldi hins 24. héldurn við tilbaka í Grenjaðarstað, og gekk ferðin nauða-seint sökum ófœrðar; lentum við í myrkri og komumst í mestu vandræði. Snöggvast komum við að Laxamýri, sem þar er í leiðinni, og er vel vert að kotna þar við, því að það er að líkindum helzti bóndabœrinn á öllu /siandi. þar sjást meiri mannvirki en eg hefi séð á nokkrum öðrum íslenzk- um boe. Frá Grenjaðarstað héldum við degi síðar í góðu veðri, þctt snjór vreri á jörð, upp að þverá í Laxárdal, sem er snyrtilegr bœr með mjög smekklegri lítilli stein- kirkju, og jtaðan vtír Hólasand eins og vegr liggr til Reykjahlíðar og svo næsta dag í kraparigning og þoku

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.