Sameiningin - 01.05.1890, Blaðsíða 2
34—
skifti, hetír nokkra landa sína og kunningja í kringum sig,
sem geta og vilja talaö uin eitthvað skynsamlegt, þá stytt-
ast stundirnar furðanlega. Hinn nýkjörni Rej'kjavíkrprestr,
séra Jóhann þorkelsson, var með á þessari ferð, og mér
þótti vænt um að fá þannig tœkifœri til kynnast honum
meira en eg hafði áðr liaft. Hann er maðr með frjáls-
ari skoðunum heldr en sjálfsagt tíestir þeirra, er mesta
ó’oeitina höfðu á því, að hann yrði eftirmaðr hins núveranda
biskups þar í Reykjavík, og hann er einn af þeim mönn-
um, sem lítr til hinnar andlegu baráttu þjóðtiokks vors hér
í Vestrheimi með hlýjum huga og væntir mikils góðs af
lienni fyrir þjóðlífið þar heima. Eg er sannfœrðr um, að
Reykjavík hefir engu tapað við það, að alþýðutíokkrinn varð
ofan á fvið þessa prests-kosning. — Tvær nýjar bœkr las
eg á sjóferð þessari. Onnur þeirra er nýjasta skáldsagan
eftir Björnstjerne Björnson, hinn fræga Norðmann, sem liann
hefir gefið nafnið „A vegum guðs“ (Paa Guds Veje), gáfu-
lega smíðað vopn á móti kristindóminum. Hin er stóra
bókin „Eldincjsem frú Torfhildr Holm var þá alveg ný-
búin að koma á prent og sem margir eru nú búnir að
iesa fyrir löngu. það er eins og menn vita saga út af
kristnitökunni á Islandi til forna og á þvert á móti áðr
nefndri skáldsögu Björnsons að vera kristindóminum eink-
ar vinveitt, en því miðr hefir höfundinum ekki tekizt að
láta þetta sitt aðalrit í þessu tilliti verða það, seui hún
hefir ætlazt til. það styðr að engu leyti lífsskoðan krist-
indómsins, og það fyrir þá sök, að sú lífsskoðan er þar í
rauninni hvergi reglulega sýnd; hún kemr þar eiginlega
hvergi fram í sinni hreinu og réttu mynd. það er enginn
verulegr munr á heiðindóminum í hans mannúðarfyllstu
mynd og kristindóminum eftir því sem hvortveggja er sýndr
í þessari bók. það að kristnast fyrir góðan heiðingja verðr
eftir því, sem frú Holm virðist liugsa sér, ekki annað en
að skifta um sereinoníur, kasta þórshamrinum og ganga und-
ir merki krossins. Vitaskuld er það, að kristnitakan á Is-
landi eins og svo víða á miðöldunum var víst hjá öllum
þorranum elcki að mun fólgin í öðru en slíkri seremoniu-
breyting. Og þ a ð gæti verið afsökun fyrir frú Holm, er