Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1890, Blaðsíða 4

Sameiningin - 01.05.1890, Blaðsíða 4
•36— urs staöar er til. Eins cr marmara-myndasafri Tliorvaldsens, eða þó öllu frcmr, sömuleiðis hin mikiu málverkasöfn, þjóð- menjasöfn og forngripasafnið. I iþróttarlegu tilliti er Kaup- mannahöfn virkilega, eins og hún oft er kölluð, Aþenu- borg Norðrlanda. Við öllu þessu bjóst eg, en þar á móti bjóst eg ekki við því, að þessi höfuðborg hinnar litlu Dan- merkr væri önnur eins verzlunarborg og eg sá að hún er, eöa mcð öðrum orðum : að þar væri eins mikið um að vera í verklega átt og í viðskiftalííinu eins og eg nú sannfœrðist um. Við dvöldum í Höfn þangað til daginn eftir nýársdag, komum víða og sáurn marga ganria kunningja. Hún er býsna stór íslenzka nýlendan þar í bœnum, allt að 500 manns heyrðum við gizkað á. Af þeim hópi var sagt að vera mvndi milli 60og70 stúdentar. Og hvað sem annars kann að mega segja um þann íslenzka stúdenta-hóp, þá er enginn vafi á, að það er nú yfir höfuð að tala úrvalið af námsmönnum þeim, er á latínuskólann í Reykjavík ganga, sem safnast til Kaupmannahafnar í því skyni að ganga þar á háskólann danska. En því miðr er það ekki nema tiltölulega lítið brot af þessu rnenntamanna-úrvali, sem nokk- uð verðr eiginlega úr við þennan menntabrunn. Hörmulega margir efnilegir Islendingar hafa á fyrri og síðari tímum liðið þar algjört skipbrot. — það stóð hátt andlega lítíð með- al Dana um og rétt eftir miðbik þessarar aldar; hver skáld- höfðinginn, ritsnillingrinn og gáfumaðrinn var þar um ann- an þveran í þessu litla landi. En á síðustu áratugum hef- ir andlega lífinu meðal Dana stórum hnignað, og að sama skapi hefir hin ófrjálslynda pólitík hœgri mannanna magn- azt, hinn fiokkrinn meira og meira orðið að lúta í lægra haldi. Og svo vill meðal annars svo óheppilega til, að hinir leiðandi menn kirkjunnar, prestarnir, sitjandi cins og þeir gjöra þar í gróflega feitum embættum, hafa yfir höf- uð lent þeim megin í þjóðmálunum, sein ófrelsið er. En aftr á rnóti hafa flestir. leiðendr vinstra fiokksins freistazt til að styöja vantrúna cða kristindómsmótspyrnuna. Svo að pólitiskt frelsi og vantrú hefir í Danuiörk tekið hönd- um saman og að liinu leyti kirkjan, viðhaldsstofnan hinn-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.