Sameiningin - 01.05.1890, Blaðsíða 7
—39—
tala þar þetta kvöld til stuðnings og inntektar uppeldis-
stofnan nokkurri fyrir fátœk o«- niunaðarlaus börn þar í
borginni, eins lconar Children’s Home, sem kristilega hugs-
andi leikmaðr einn hefir verið að brjótast í að balda uppi.
Eg bjóst við fullu húsi, úr því að Börresen átti að vera
rœðumaðrinn. En hvað sá eg ? Að eins fáeinar hræður í
þossum stóra sal, svo fáar, að inngangseyririnn frá þcssum
fáu hrökk víst ekki nærri því til að borga fyrir húsnæðið utn
kvöldið. Eg held þar hafi ekki verið einn einasti af öll-
um Kaupmannahafnar-prestunum, og þó þarf varla að geta
þess, að Börresen er öllum dönskum nú lifandi kirkju-
mönnum frægari, að eftir hann liggr meira verk fyrir krist-
indóminn heldr en alla dönsku höfuðborgarprelátana til sam-
ans. Við vorum nokkur önnur kvöld í þessum sama con-
cert-sal, til ]æss að heyra hinn ágæta hljóðfœraslátt flokk.s
]>ess, er Baldvin Dahl stýrir; og ])á var salrinn troðfullr
af fólki. En þegar Börresen gamli á að tala, ]?á vill nærri
því enginn koma.—Einn ósiðr er í Kaupmannahafnar-kirkj-
unum mörgum, ef ekki öllum, — öllum að minnsta kosti,
sem eg kom í. Sætin eru fyrirfram seld þeim, sem efni
liafa að kaupa, og þar af leiðanda er þeim lokað fyrir öll-
um öðrum, sem þá líka verða að gjöra svo vel að standa,
geta hvergi sett sig niðr og mega það ekki. Reyndar eru
bekkirnir með óteknum sætum vanalega af kirkjuþjónun-
uin opnaðir fyrir hverjum sem vill meðan verið er að
syngja sálminn næst á undan prédikan. Og það bœtir dá-
lítið úr. En ysinn og þysinn, sem af þessu fyrirkomulagi
leiðir, truflar stórum guösþjónustuna, er yfir höfuð byrjar
með því, að allir gangar í kirkjunni, svo framarlega sem
það er kirkja, er nokkra verulega aðsókn hefir, eru troð-
fullir af fölki, sem allt er á iði, en meginið af sætunum
tómt og harðlæst. jtessi sætasala fælir eðlilega marga frá
kirkjugöngu í þeim bœ, því tiltölulega fáir eru þeir, sem
geta fengið af sér að koma með stól undir hendinni, til
kirkjunnar. Eg var á jóladaginn í Vartou-kirkju, þar sem
Grundtvig prédikaði forðum. Líka þar var sætunum lokað.
])á fór eg að hugsa um sálminn hans fagra og upplyft-
anda, sem hyijai' svona: „Inndælan, blíðan, blessaðan, fríð-