Sameiningin - 01.05.1890, Blaðsíða 11
—43
hafa svo fceran raann í sinni þjónustu. En svo er reynd-
ar um fleiri. Islands lang-mesti söngfrœðingr, Sveinbjörn
Sveinbjörnson, hefir síðan hann útskrifaðist úr prestaskól-
anum í Reykjavík, stöðugt aliS aldr sinn í Edinborg á
Skotlandi, erviðað sig áfram í sinni íþrótt og fengið á sig
verulegt álit. Að fá hann í þjónustu Islands, skapa hon-
um t. a in. stöðu í Reykjavík, og gefa honum þar með
tœkifœri til að stj’ðja að útbreiðslu hinnar fögru íþróttar
þar heima, það sýnist engum hafa komið til hugar.
En ferðasögu-hugleiðingar mínar eru þegar orönar of
langar. Eg verð aö ftyta mér að komast að endanum. —
Við kvöddum Kaupmannahöfn 2. Jan. og þá um leið ekki
svo fáa, sem eg vmist skoða sem góðkunningja mína eða
vini, suma gainla, suina nýja. Við fórum vneð járnbraut
vestr ytír þvert land al!t til Esbjerg á vestrströnd Jót-
Jands. þar sem land ]>rýtr á þeirri leið, í sundunum
milli Sjálands og Fjóns og Fjiíns og Jótlands, ganga gufu-
ferjur yfir um og fiytja rnenn frá einum járnbrautarstnfn-
mn á annan. Niðaþoka lá yfir landinu þennan dag, svo
varla sást neitt af sveitunum, sern yfir var faiiö. En
svipað virtist mér útlitið myndi vera þar sem leiö okkar
lá eins og víðast hvar á hinum öldumynduðu preríum hér
í Norðr-Ameríku. Frá Esbjerg tók gufuskip o'ckr yfir
Norðrsjóinn til Hull á Englandi. það liét „Lolland“ úr
fiota „hins sameinaða danska gufuskipafélags". Ferðin tók
2 daga, 3. og 4. Jan. I Hull dvöldum viö sunnudaginn
5. Jan. þar gengum við í eina skrautkirkju enska; en
guðsþjónustan, sem eiginlega vai* út af áramótunum, var
lítið annað en tómar seremoníur, nærri því engin prédikan.
Hinn 6. Jan. ferðuðumst við með járnbraut vestr um land
til Liverpool, og þar stigum við á skip næsta morgun til
þess að vera í hafi voðalega langa tíð. því ckki stiguni
við á land í Halifax á Nýja Skotlandi, þar sem sjóleið
okkar endaði, fyr en að morgni hins 29. Jan. Reyndar
lágum við á þessu timabili 5 sólarhringa í St. John’s á
Nýfundnalandi, því þar fraus skipið inni. Svo við vorum
þó ekki í hafi alla þá löngu tíð. Skipið var „Circassian“
af Allan-línunni, eitt af stœrstu skipum þess félags. Við