Sameiningin - 01.05.1890, Side 13
45—
gregazíónalista-kirkjudeildin á í Chicago, til þess að taka
að sér kennarastarf við ];á stofnan; skyhli hann ];ar sér-
staklega undirbúa Norðmenn og Dani til þess síðar að
ganga út sem prestar og prédikarar ineðal landa sinna hér
í álfu, og var svo á skilið, að hann skyldi ekki að eins
úhindraðr af öllum fá að halda hinni lútersku trúarjátning
sinni, heldr og kenna lærisveinum sínum reglulega lúterska
guðfrœði. Hann þá þetta boð fyrir þá sök, að honum fannst
hann eigi geta hallað sér að neinu lútersku kirkjufélagi
Skandínava bér vestra, sem að áliti hans öll vantaði í sie
sannan og lifanda kristindómsanda. Maðrinn hefir nefnilega,
þótt harin eins og nú heíir sýnt sig sé lúterskr að trúar-
játning, talsverðan keim af kirkjulífsskoðan Meþódista, sein
flestallar reformeruðu kirkjudeildirnar eru meira eða minna
snortnar af, og sem er í þá átt, að draga svo skarpa línu
á milli guðs barna og lieimsins barna, miklu skarpari línu
en frelsarinn sjálfr ætlast til að menn geti nokkurn tírna
dregið. — .Svo hugsaði hann sér þarna við guðfrœðisskóla
Kongregazíónalistanna upp á þetta frjálslynda boð þeirra
að ala andléga upp menn með lifanda kristindóini, til þess
að þeir svo gengi út sem lúterskir kennimenn til prest-
lausra hópa af Norðmönnum og Döuum víðsvegar um Am-
eríku. Allt gekk vel um tíma, og hann hefir þegar út-
skrifað fáeina slíka lærisveina eins og hann upphaflega
hafði hugsað sér. En þegar leiðandi menn Kongregaziónal-
ista sáu framgang hans og að hann í trú sinni og kennslu
ekki fœrðist neitt nær þeirra kirkju en hann frá upphafi
haföi veriö, fara þcir að þröngva kosti lians. Hann er nú
látinn vita, þvei’t á móti því, sem í upphafi var um sam-
ið, að þeir þurfl eigi á honum að lialda., svo framarlega
sem liann eigi vilji vinna sérstaklega fyrir þeirra kirkju-
deild. Og loks er honum sent embættisbréf frá kirkju-
stjórninni, þar sem honum er tjáð, að kennaraembætti haus
sé lokið þar við skólann, nema því að eins að hann gjör-
ist reglulegr limr ];eirrar kirkju. Trandberg gaf það svar,
að hann vildi eigi að þessum kosti ganga. Og svo er hann
reglulega settr at' núna seint í Febrúarmánuði.
I hinu danska blaði Vor Tul-wiand, sem kemr út í