Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.05.1890, Page 15

Sameiningin - 01.05.1890, Page 15
47— blöSum þessum þegar komnar úfc, ðnnur í Marz, hin í Apríl. Hin fyrri liefir til fyrirsagnar: The impregnable rock of holy seripture (þ. e.: biblíu-bjargið, sem ei getr bifazfc). það er eiginlega aðeins inngangr til ritgjörðanna, sem á eftir eiga að koma, til þess að átfca menn á þeim mötbárum, sem andmælendr biblíunnar og kristindómsins yf- ir höfuð hafa fram aö bcra, og sem hinn trúaði og vitri öldungr ætlar síðar að ganga á móti og hrekja. I síðari ritgjörðinni, sem þegar er út komin, tekr hann sköpunar- söguna í 1. bók Mósesar til umtals og sýnir, svo að örö- ugt mun vera að mótmæla, að hún hljóti, eins og lcristnir menn trúa, að vera guðleg opinberan, og að sú opinberan þá eðlilega sé í fullkominni samhljóðan við þá niðrstööu, sem vísindi þessarar aldar hafa í þeim efnum komizfc að, — það er að segja hvervetna þar sem vísindamenn á ann- að borð hafa þegar komizt að nokkurri fastri niörsfcöðu. það er fróðlegt bæði fyrir fcrúmenn og vantrúarmenn að athuga, hvað annar eins maðr og Gladstone hefir að segja um þetta mikilsvaröanda mál. Dr. Karl v. Gerole, liinn frægi skáldprestr lútersku kirkjunnar í þýzkalandi, andaðist liálf-áttræðr í Janúar. Séra Mattías Jokkumsson hefir gjört hann íslenzkum al- menningi kunnugan með sínum fögru þýðingum af sumum dýrðlegustu biblíuljóðunum hans. Dr. Franz Delitzsch í Leipzig í þýzkalandi, einhver lærðasti og merkasti guðfrœöingr ]útersku kirkjunnar á þessari öld, andaðist einnig háaldraðr rétt fyrir skönnnu, i Marz. þýðing hans á nýja testameminu á hobreska tungu, sem áðr hetir minnzt verið hér í blaðinu og sem svo dá- samlega styðr að því, að Gyðingar Ausfcr-Evrópu snúast sfcórhópum saman til krisfcinnar trúar, er að líkindum hans þýðingarmesta verk fyrir lcirkjuna. Sunnudagsskóli íslenzku kirkjunnar, „Fyrstu lútersku kirkju“, í Winnipeg átti við lok 1. ársfjórðungs þcssa árs

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.