Sameiningin - 01.05.1890, Qupperneq 16
—48—
í sjóöi $ 187,00. Frá því hann varö til seint á sumri 1884
allt til þessa tíma hafa tekjur hans verið $395,00, en út-
gjöklin $ 208,00. Tebjurnar eru centa-samskotin á sunnu-
dögum, en útgjöldin hafa verið borgun fyrir ýms óhöld
handa skólanum, biblíugreina-miöa, ársfjóröungs-miöa til viðr-
kenningar fyrir stööuga skólagöngu, ársverölaun í bókum
o. fl. Tvær greinar af þeim skóla eru nú fyrir nokkru
myndaðar utan kirkjunnar, önnur norðarlega í bœnum, á
Point Douglas, hin á Notre Dame Str. East, austr í bœ.
Alls 21 kennari og lærisveinar alls á síðasta ársfjórð-
ungi 230.
„Sameiningin" er komin í all-mikla skuld sökum þess,
Iive inargir áskrifendr hennar hafa illa staðið í skilum við
blaðið. því biðjum vér nú alla, sein mögulega geta, að
borga bæði gamlar og nýjar skuldir, er þeir vita sig standa
í við „Sam.“ Menn muni eftir því, að með því að gjör-
ast áskrifendr að blaðinu hafa menn skuldbundið sig til
að borga hvern árgang fyrir fram. þetta hafa þó nærri
])ví engir gjört til þessa, enda ekki verið eftir þvi gengið
af oss. Nú neyðumst vér til að ganga ríkara eftir rétti
blaðsins en verið liefir. Séra Friðrik Bergmann, einn í út-
gáfunefndinni, veitir peningum til „Sam.“ viðtöku frá kaup-
cndum í Dakota-nýlendunum. Fyrir löngu er af oss aug-
lýst, að uppsögn að blaðinu er ógild nema við árgangamól.
Ú'tgáfunefnd ,.Sam.“
Æ5T Um kirkjuþingið næsta sjá auglýsing í Apríl-nr.i „Sam“.
Lexíur fyrir sunnudagsskólann; annar ársfjórðungr 1890.
9. lexia, sd. 1. Júní: Hinn miskunnsami Samverji (Lúk. 10,23—37 )
10. lexía, sd. 8. Júnf: Ilvernig vér cigum að lúðja (Lúk. 11, 1—13).
11. lexia, sd. 15. Júni: Heimska ríka mannsins (Lúk. 12, 13—21).
12. lexía, sd. 22. Júní: Traust á gu'ði föðm (Lúk. 12,22—34).
13. lexía, sd. 29. Júní: Yfirlit.
,,SAMEININGIN“ kemr út mdnaðarlega, 12 nr. á ári. Verð í Vestrheimi
$1.00 árg.; greiðist fyrirfram.—Skrifstofa blaðsins: 199 Ross Str., Winnipeg,
Manitoba, Canada. —Utgáfunefnd: Jón Bjarnason (ritstj.), Páll S. Bardal (féhirðir,,
Magnús Pálsson, Friðrik J. Bergmann, Sigurðr J. Jóhannesson.
rKEMSMIDJA LÖGliERGS — WIN.NII’EG.