Sameiningin - 01.07.1890, Qupperneq 4
vostr um haf ojr lcom til Winnipeg í kaust. Rétt eftir að
eg var kominn úr þessari minni Islandsferð, vígði eg hann
með aðstoð varaforseta sóra Friðriks J. Bergmanns til prests
þar í kirkju vorri í Winnipeg sunnudaginn 9. Febr. upp á
endmýjaða lcöllun til hans frá söfnuðunum í Argjle-byggð,
Fríkirkju- og Frelsis-söfnuði, og gekk hann um leið í kirkju-
félagið með því að undirskrifa grundvallarlög þess. Tók liann
SVO tafarlaust við þjónustu í peim söfnuðum. Hefir koma hans
þangað sfnilega haft mikla pfðing kristindóms-málinu til
eflingar. Blómlegr sunnudagsskóli er nú í því bjggðarlagi
með 130 lærisveinum eða meir, og 12 kennurum, og safnað-
arlima-tala hefir fjölgað um rúmlega 230.
Kirkja hefir engin verið vígð á árinu, tilhejrandi söfn.
félags vors, nema kirkja Pembina-safn. Hún var vígð rétt
eftir síðasta kirkjuþing af forseta og varaforseta, laugardags-
kvöldið 29. Júní 1889. Söfn. í West Selkirk, sem gekk í
kirkjufélagið rétt á undan kirkjuþingi í fjrra, hofir á síðast-
liðnu ári komið sér upp mjndarlegri kirkju og hœfilega stórri
fyrir sinn lióp. En sú kirkja er ennþá óvígð. — Brandon-
töfn. liefir kejpt sér lóð undir kiikju þar í bœnum, í von
um að geta með títnanum komið sér upp kirkju. — Söfnuðirn-
ir í Víðinesbyggð liér í Njja Islandi hafa ákveðið að reisa
sér sína kirkjuna hvor hið bráðasta, og Mikleyjar-söfn. mun
þegar hafa komið sér njrri kirkju upp, þótt enn sé hún ófull-
gjörð og óvígð. -—• Kirkja Argyle-safnaðanna og kirkja Vídal-
íns-safn. í Dakota standa enn ófullgjörðar eins og í fyrra.—
Kirkjur Winnipeg-safnaðar, Garðar-safnaðar og Víkr-safnaðar
ern enn í nokkrum skuldum, en þær skuldir hafa þó, að því
er eg bezt veit, töluvert grynnzt síðan í fvrra, og eru nú
orðnar tiltölulega litlar.
Kirkjuþing félags vors sendi mig, eins og þér vitið, heim
til íslands á síðastliðnu sumri, í því skyni, að eg reyndi til
að vera oss þar úti um nokkra hœfa guðfrœðinga til þess
að koma liingað yfir um til vor og bœta úr hinum mikla
prestaskorti vorum. Eg eyddi réttu Iiálfu ári í ferð þessa,
því eg lagði á. stað frá Winnipeg 27. Júlí, en kom þangað
til baka ekki fyrri on 3. Febr. Ferðasögu mína í aðalatriðum liefi
eg sagt í „SameiningunnP, aðeins hefi eg þar ekki, eins og
,pkki. heldr til stóð, sagt neitt frá tilraunum mínum með að út-