Sameiningin - 01.03.1900, Qupperneq 8
4
eftir skírnina. Nú kemr þessi gamli kirkjulegi föstusiör ekki
lengr til greina fyrir oss. En langafastan er oss sérstaklega
heilög tíö eins fyrir því, eða ætti að minnsta kosti að vera
það. þ>ví aðal-atriðið í hinni fornkristnu föstuhugmynd, hinn
skelfilegi þungi mannlegrar syndar og hinn óumrœðilegi sárs-
auki friðþægingarpísla Jesú, má aldrei falla í gleymsku og dá
hjá lærisveinum hans.
Allar hinar kirkjuárstíðirnar hafa nú til forna smásaman
fœðzt út af langaföstunni, aðventan, jólatíðin, epífaníutíðin
(næst eftir þrettánda), páskatíðin og trínitatistíðin. Föstutíðin
ræðr þeim öllum, ber ægishjálm yfir þær allar, stendr skýrar
úthleypt í trúarmeðvitund kirkjulýðs vors en þær allar hinar.
Og það er vel, að svo sé. þvf þetta er í nákvæmu og fögru
samrœmi við hinn kristilega trúarboðskap nýja testamentisins.
það, sem postularnir lögðu aðal-áherzluna á, þegar þeir
héldu á stað út í heiminn til þess að prédika Jesúm Krist og
leggja lýði landanna undir konungsstjórn hans, var einmitt
það, að hann hefði liðið píslir og dauða til þess að friðþægja
fyrir syndir allra manna. ,,Eg ásetti mér að vita ekki annað
en lærdóminn um Jesúm Krist og hann krossfestan“—segir
Páll postuli (i. Kor. 2, 2). Eftir því er þá einnig vert að
taka, að píslarsagan frelsarans er að vöxtum svo mikið meg-
inmál í guðspjöllunum öllum, að ekki neitt líkt því ber á
neinu öðru í þeim helgu söguritum eins og henni. Ef guð-
spjallamennirnir hefði eins nákvæmlega fœrt í letr æfisögu
Jesú alla frá upphafi til enda eins og það, sem stendr í ritum
þeirra um atburðina, er gjörðust á síðasta sólarhring æfi
hans, þá myndi úr því hafa orðið áttatíu eins stór bindi og öll
biblían. það vitna þeir, sem út í æsar hafa rannsakað rúmið,
sem píslarsagan tekr upp í samanburði við allt hitt söguefnið
í guðspjöllunum. Og er þá auðsætt, á hvað þeir menn hafa
lagt aðal-áherzluna í lærdómnum um Jesúm Krist. Skiljan-
legt, að sú kirkjuárstíð, sem til varð í kristnum söfnuðum út
af endrminningum hinnar miklu píslarsögu Jesú, yrði mönnum
meiri og ógleymanlegri en allar aðrar tíðir. Og skiljanlegt
sömuleiðis, að forfeðr vorir í trúnni hefði tilhneiging til að