Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.03.1900, Side 9

Sameiningin - 01.03.1900, Side 9
5 fœra þá tíö meir og meir út, þangað til hún varð að hinni miklu hryggðartíð — langaföstunni. Með þakklæti til drottins er þess að minnast, að vér íslendingar eigum í þjóðernislegri eign vorri hið ágæta skáld- skaparverk Hallgríms Pétrssonar — passíusálmana. því þar er áreiðanlega eitthvert allra fegrsta blómið, sem nokkurn tfma hefir sprungið út í akrreit íslenzkra bókmennta. Píslar- saga Jesú er þar öll frá upphafi til enda leidd fram og út úr henni dregin slík gnótt dýrmætra lærdóma til huggunar og áminningar, að yndi er um að hugsa. Og mun óhætt að full- yrða, að ekkert kristið skáld hefir komizt lengra en Hallgrímr, þar sem hann í passíusálmunum nær sínum hæstu og dýpstu tónum. Sársauki syndameðvitundarinnar og iðrunartilfinn- ingarinnar er þar framúrskarandi, og að sama skapi fögnuðr trúarinnar út af því makalausa, sem guðs sonr hefir lagt í sölurnar fyrir oss, synduga menn. Hjartað viknar ósjálfrátt, þegar maðr heyrir boðskapinn, sem borinn er fram í passíu- sálmunum, eins og þar mjög víða er frá honum gengið. Svona getr enginn kveðið nema sá, sem sjálfr hefir persónu- lega prófað þessi meginsannindi kristindómsins í sínu eigin lffi. Enda tekr Hallgrímr það beinlínis fram í formála passíu- sálmanna, að hann hafi sér ,,í brjósti geymt langvaranlega íhugun Jesú píslarminningar “ áðr en hann nú beri þær hugs- anir fram fyrir kristinn almenning þjóðar sinnar f þessu sálma- verki. Passíusálmarnir eru sérstaklega orktir fyrir langaföstu- tíðina. Föstuhugmyndin gamla hefir leitt þá fram undan hjartarótum hins göfuga trúarskálds. En í annan stað hafa þeir fremr en nokkur önnur íslenzk guðsorðabók eða nokkurt annað atvik orðið til þess að halda uppi hefðarhelgi föstutíðar- innar hjá íslenzkum kirkjulýð. J)ví allt fram á þennan síðasta mannsaldr mátti svo að orði kveða, að passíusálmarnir væri sungnir við húslestra eða á annan hátt um hönd hafðir á hverju íslenzku heimili dag effir dag allt frá föstuinngangi til föstuloka. Og þó að þeir þyki nú ekki hentugir til söngs við slíkar heimilis-guðsþjónustur, þar sem þær enn tíðkast, að því leyti, að þeir eru yfir höfuð svo langir, þá ætti menn eins fyrir því að nota sér þá til trúarlegrar uppbyggingar, hafa þá kost-

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.