Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.03.1900, Qupperneq 10

Sameiningin - 01.03.1900, Qupperneq 10
6 gæfilega um hönd meö því að lesa þá, bæði einslega og upp- hátt fyrir öllu fólki hinna ýmsu heimila, nú sérstaklega á langaföstunni. Einn sálm á dag frá því á laugardagskvöld í föstuinngang allt fram að páskadegi. Á þann hátt yrði œsku- lýðrinn handgenginn þessari beztu íslenzku guðsorðabók, sem til er. Og þar með trygging fengin fyrir því, að píslarminn- ing Jesú næði sér miklu betr en nú gjörist almennt niðri í trúarmeðvitund fólks vors og flyttist með endrnýjuðum krafti frá oss til komandi kynslóða. Frá kirkjuj>ingi „General Coiincils“. Eftir séra N. Stgr. Þorláicsson. III. Mér var það hugvekja, er eg heyrði dr. Weidner skýra frá því, hvílíkr fjöldi ungra lúterskra námsmanna stunduðu nám sitt viö œðri hérlendar menntastofnanir utan lútersku kirkjunnar, án þess að lúterska kirkjan gjörði eiginlega nokkuð fyrir þá, til þess þeir lenti ekki út úr ’nenni. Mér fannst það ætti að vera hverjum ljóst, sem um það hugsaöi, hvaða and- leg blóðtaka það er fyrir lútersku kirkjuna, ef hún missir hóp- um saman unga námsfólkiö, er sannarlega œtti að vera og gæti líka verið hennar bezta blóð. Eg fór þá að hugsa um námfúsu ungmennin hjá oss og um það, hvað fyrir þau væri gjört þeirra sjálfra vegna, þjóðar vorrar vegna og kirkju, svo þau misstist ekki. Fannst mér, að vér hugsa svo lítið um það, hvað þjóðarlega og kirkjulega hljóti að liggja fyrir oss alveg eölilega samkvæmt ófrávíkjan- legu andlegu lögmáli, ef ekkert er gjört. Námsfólkið unga, sem ætti að vera vort bezta þjóðernislega og kirkjulega blóð, flyzt út úr kirkjunni og verðr á móti oss, ef mennta-áhrifin, sem móta þau, eru í þá áttina. það er hreinasta fásinna að búast við neinu öðru, ekkert annað en íslenzk forlagatrú eða hjátrú. Nú er sú tilhugsun oss einkar kær, að þjóð vor og kirkja hér eigi fyrir höndum heillavænlega framtíð. En væri það þá ekki frámunalega fáránlegt hugsunarleysi, eða annað

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.