Sameiningin - 01.03.1900, Síða 11
7
verra, ef vér létum byggða-ríg eöa annað jafn-ómannlegt
spilla fyrir skólamáli voru og um leiö spilla fyrir framtíðar-
heill vorri þjóöariegri og kirkjulegri, og mannskemma oss
sjálía, sem nú erum uppi og höfum með höndum rnáliö, og um
leiö framtíöarvelferö vora, meö j?ví aö reisa oss minnisvaröa
framtíöar-bölvunar og böls, í staö framtíöar-hamingju og
heilla. Og þegar eg hugsaöi til þeirra landa minna, sem
kynni aö láta persónulegar óskir sínar, þat! einmitt, sem þeir
sæi helzt, hva'ð sjálfa þá snertir, spilla fyrir skóiamáli voru,
hinu stóra velferoarmáii voru, þá varö mér alveg ósjálfrátt í
nöp tii þeirra, án nokkurs tillits tii þess, hvort þeir væri
Mnoröan línu eöa sunnan“. Og þóttist eg sjá glöggt, aö þeir
menn yröi sér óvitandi og óviljanai fjandmenn kirkju sinnar
og þjóðar. — þetta var hugsunin, sem greip mig, þegar eg
hlustaöi á dr. Weidner, og hefir hún ekki sleppt mér síöan.
En eg óska þess og ætla aö vona, aö enginn af kirkjufólki
vcru aö minnsta kosti veröi svo ill-vitr, aö hann láti nokkuð
persónulegt spilia fyrir málinu.
í tilefni ax kvöldsamkomunum, sem eg gat um, datt mér
í hug, hve gagnlegt það gæti orðið fyrir oss á kirkjuþingum
vorum, ef vér notuöum á svipaðan hátt síöari hluta daganna
eöa kvöldin, eftir því, sem stœöi á fyrir fólki, þar sem þing
væri haldiö. Myndi þaö ekki lengja neitt þingtímann, ef þing
væri betr undirbúin en veriö hefir af háífu standandi nefnaa,
en gjöra þingin uppbyggilegri og blessunarríkari.
Sunnudagskvöldiö, sem við séra Björn vorum í Chicago,
höíðum viö guösþjónustu með löndum okkar þar í einu sunnu-
dagsskóla-herbergi í kirkju dr. Roths. Var dálítill hópur þar
saman kominn. Nógu margir íslendingar eru þar í bœnum
til þess aö rnynda ofr lítinn söfnuö, þótt þeir búi œði dreiít,
ef nokkur prestur væri þar íslenzkr, er séð gæti um þá og
safnaö þeim saman. Heföi séra Stefán Pálsson átt aö vera
ka’llaðr til aö þjóna ensk-lúterskum söfnuði í Chicago heldr en
í New York-ríki ; því þá hefði Islendingar þar um leiö getað
notið góðs af og enda líka Islendingar úíi á Washington-
eyjunni. Er ekki ólíklegt, að það heföi getað orðið, ef vér,
prestar kirkjuíéiagsins, heföum veriö hugsunarsamari.