Sameiningin - 01.03.1900, Síða 19
i5
úr öllum prófastsdœmum norðrlandsins nema Norðr-Þingeyjar-prófasts-
dœmi. Prestar þess héraðs liöfðu ekki enn gengið í félagsskapinn, en
búizt var við, að líka þeir yrði með framvegis. A þessum síðara fundi
var félagsskapr norðlenzku prestanna fullmyndaðr og honum gefið nafn:
,,Pélag presta í hinu forna Hðlastifti“. Forgöngumaðr samtakanna er
séra Hjörleifr Einarsson, prófastr Húnvetninga.
Nú liggja fjrrir oss prentuð ,.Tíðindi“ prestafélags þessa, útgefin á
Akreyri seint á næstliðnu ári, 68 hls. í 8 bl. broti auk titilblaðs. Efni
hœklingsins er þetta : 1. Fundargjörð — ágrip af gjörðahók Akreyrar-
fundarins. 2. Kröfur nútímans til prestanna — fyrirlestr eftir séra Só-
fonías Halldörsson, prófast í Skagafirði, er hann flutti á þessum sama
fundi til inngangs umrœðna um það mál. 3. Hvernig eigum vér að
prédika? — líka fyrii-lesti-,fluttr á Akreyrarfundinum af séra Jónasi Jón-
assyni, prófasti Eyfirðinga. 4. Hólastifti — söngljóð eftir séra Mattías
Jokkumsson; og segir hann sjálfr, að þau ljóð eigi að vera minnisstef
hinnar horfnu Hóladýrðar.
Gjörðabókin skýrir frá málum þeim, sem tekin voru til umrœðu á
fundinum. Fyrst var talað um messur og messufóll. (Orðið ,,messa“
er leiöinlegt í munni fölks nieð evangelisk’ i kristinni trú og ætti sem
fyrst að de.yja út af hjá oss Islendingum ) Þar næst var málið um kröf-
vr nvtímans tit prestanna. Þriðja málið er afstaða presta til bindindishreyf-
inga. Vínsölubannið var hið fjörða ; en ekki eitt orð af því, sem um það
var sagt, sést í fundarskýrslunni. Kjör presta var hið fimmta. Sjötta
málið var helyisiðir í kirkju og vtan kirkju. Sjöunda: Hvernig eiga prestar
að prídika,? Áttunda: prestafélayið—þetta nýja norölenzka. Níunda:
prestsekknasjóðri/m. Tíunda : fríkirkjumdlið.
Fundarskýrslan er mjög öfullkomin. Um fyrsta málið („messuföll-
in“) flutti séra Hjörleifr fyrirlestr, og má sjá, að sumum prestunum hef-
ir þótt ástandið í islenzku kirkjunni, eftir því, sem þar kom út, verða
..nokkuð svart“. Og að líkindum hefir sú tilfinning ráðið því, að enginn
fundarmanna kemr með tillögit um það, að sá fyrirlestr sé prentaðr í
.,Tíðindunum“. I umrœðunum um afstöðu presta til bindindishreyf-
inga er merkilegt, að enginn þeirra, ertókultil máls, skuli—eftir fundar-
skýrslunni að dœma—hafa minnt á dœmi Jesú Krists eða postulanna
eða kenning guðs orðs yfir höfuð f sambandi við það mál. Ágrip aðal-
rœðunnar um kjör presta er svo skrítið, að vér getum rkki stillt oss um
aö tilfœra það hér orðrétt: ,,Allt, sem lífsanda dregr. liefir þrjár kröfur:
a) Húsaskjól. Prestar yfir höfuð eigi vel settir í þvi efi.i ; þau hús, sem
þeir hafa, alls eigi boðleg ; þeir geta naumast lifað í þeim. b' Fœði.
Það þurfa menn líka. Nú er því svo varið, að tekjur eru víða litlar og
gjaldast oft seint og með vanskilum. c) Hreyfingar. Prestrinn þarf að
hafa hollar hreyfingar. En hann hefir þá sérstaklega óholluhreyfing,
að þurfa að innheimta tekjur sínar. Landssjöðr á að sjá prestum fyrir
skýli og fœði og losa þá við innheimtuna.1' Þennan vísindalega kapí-
tula flutti «éra Eyjólfr Kolbeins. Við umrœðurnar um helgisiðamálið
gat séra Sófonías þess, að hann vildi helzt, að „altarisganga fœri fram
við Ijós að kvöldi dags í sem mestri líking við það, er hún var innsetc.1'
Þetta er fremr ópraktiskt í því landi, þar sem kvöldguðsþjönustur í
kirkjunum eru yfir höfuð taldar ömögulegar. Séra Mattías minnir á
það, þegar um kirkjusönginn er að rœða, að hann hafi verið við
,,messu“ hjá Spurgeon, þar sem tíu þúsundir manna hafi sungið einum
romi. Þar er víst krítað nokkuð liðugt —Á fríkirkjumálinu er sýni-
lega litill eða enginn áhugi meðal norðlenzku prestanna enn eftir því,
sem kernr fram í skýrslunni um Akreyrarfundinn.
I hinum tveiin fyrirlestrum, sem prentaðir hafa verið í „Tíðind-
um“ noi’ðlenzka prestafélagsins er eins og við mátti húast margt gott og
satt. En sumt er þö varhugavert í fyrirlestri séra Sóforiíasar, eins og t.
a. m. þar sem hann vill halda þvi fram, „að leiðirnar að,guðs hjarta só
alveg óteljandi'-, en þótt „sumar sé greiðari en sumar", en „ein leiðin
sé allra inndælusf'. Þessu til samanburðar og styrkingar eru tilfœrð