Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1900, Blaðsíða 3

Sameiningin - 01.06.1900, Blaðsíða 3
álfu. paö fylgir mjög eindregið ákveðinni lúterskri stefnu og dœmir yfir höfuð af skarpskyggni og réttsýni um afstöðu lút- ersku kirkjunnar í Ameríku og samband hennar við nágranna- kirkjudeildirnar. Fyrir utan sálmabók til notkunar við hinar almennu guðsþjónustur kirkjunnar hefir G. C. þegar fyrir löngu gefið út sálmabók til notkunar í sunnudagsskólum. Hún er gefin út bæði með söngnótum og án þeirra. þessi sunnudagsskóla- bók hefir fyrir skömmu síðan komið út á ný aukin all-mikið. I öllum þessum sáimabókum er mjög vandað sálmaval. þar er að finna frægustu og beztu sálmana, marga hverja, sem til eru á ensku, hvort heldrerufrumsamdir á því máli eða útlagðir, aðallega úr þýzku. I þessurn bókum er þar á móti sneitt hjá öllu hinu lakara, bæði af sálmum og lögum, sem tíðkast að meira eða minna leyti í reformeruðu kirkjunum hér í landi. það er því óhætt að reiða sig á þessar boekr ; því þar er ekk- ert til þess að spilla smekk hinna ungu, hvort sem litið er á það frá bókmenntalegu eða söngfrœðislegu sjónarmiði. En General Council hefir gjört meira fyrir sunnudags- skólann heldr en gefa út sálmabók fyrir hann. Sérstök nefnd er kjörin af félaginu til að gefa út bœkr og blöð í sama tilgangi. Aðal-maðrinn í þeirri nefnd er dr. T. Schmauk í Lebanon, Pennsylvania. Með aðstoð meðnefndarmanna sinna hefir hann á stuttum tírna unnið stórkostlega mikið. Hann hefir gefið út tímarit til útskýringar biblíulexíum þeim, sem valdar eru af nefndinni. þetta tímarit er ætlað kennurum. þar fyrir utan eru gefin út blöð, önnur, útskýrandi sömu lexíurn- ar, ætluð nemendunum. En það er álit þessara manna, að það sé ekki heppilegt, að hafa sömu lexíuna handa öllurn skólanum, sömu andlegu fœðuna handa smábörnum og tals- vert þroskuðum ungmennum. það er álit þeirra,að , ,lexíurn- ar“ eigi aðallega að vera handa hinum þroskuðustu ; en áðr en menn geti haft fullt gagn af slíku biblíunámi þurfi maðr talsverðan undirbúning. Slíkan undirbúning lætr nefndin ná yfir sex ára tímabil, frá því börnin byrja að geta lesið. Sex lærdómsbœkr eru gefnar út, og er ætlazt til, að farið sé yfir eina á ári. Hverri bók er skift niör í lexíur fyrir hvern

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.