Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.12.1958, Síða 9

Sameiningin - 01.12.1958, Síða 9
Sameiningin 7 verði svo dofið, hjörtun hörð eða tilfinningar kaldar, að við finnum eigi til æ nýrrar gleði, er við minnumst þess dýr- mæta sigurs er vanst við Rauðahafið fyrir rúmum þrjú þúsund árum síðan, þegar lítil þjóð komst undan kúgun og órétti. Við hljótum að skilja því betur gleðina og þökkina í páskahátíð Gyðinga, er við minnumst þess að þessa sigurs var einmitt minnzt á þeirri hátíð. En miklu fremur er ástæða til þess að hugleiða mikil- vægi þessa forna atburðar, er við hugsum um það, hvílík áhrif og mikilvægi hann einmitt hefur haft á okkar eigin persónulega líf og þjóðina yfirleitt. Því að Guð valdi sér þessa þjóð og gaf henni frelsi vegna kærleika síns til allra þjóða. í baráttu ísraelsmanna opinberaði Hann vilja sinn og kærlekia, og hjá þeirri þjóð fæddist sá Frelsari, sem uppfyllti þrá mannanna um það frelsi, er Guð vill fúslega gefa hverri sálu. Já, þessi minning um lausn ísraelsþjóðarinnar undan þrælaáþján Faraós og hetjuleg leiðsögn Móse er sannarlega öllum gott umhugsunarefni, en hitt þó miklu fremur efni mikillar gleði öllu mannkyni, að minnast Hans, sem gaf líf sitt öllum til frelsunar. Hann hefur gert oss frjálsa. Og því verður öllum kristn- um mönnum Krossinn á Golgatahæðinni hið sanna tákn frelsisins, kveldmáltíðin fagnaðarhátíð þess, og Kristur höfundur þess, því að Postulinn segir: „Þar sem andi Drott- ins er, þar er frelsi.“ (2. Kor. 3). Áður en frelsi fæst, verður að fara vakning. Á árunum, sem Móse dvaldi í Mídianslandi, opinberaðist honum sann- færing um það, að Drottinn kalli sig til að leiða fsraels- menn úr þrælahúsinu á Egyptalandi til sjálfstæðis og frelsis. En áður en svo gat orðið, varð Móse að vekja hjá þjóð sinni þá löngun til frelsis að hún þyrði að leggja á sig áhættuna, sem því var samfara. Hann varð að vekja hjá ísraelsmönnum viljann til baráttu og fórna. Hann varð að vekja þá af andlegum svefni og trúarlegri deyfð, svo að þeir skyldu að Guð vildi frelsi þeirra og mundi leiða þá til hins fyrirheitna lands. Það varð og hlutverk Móse að endurvekja sífellt þjóð sína í þessum efnum á braut hennar um eyðimörkina, því að ella var víst, að lokasigrinum yrði aldrei náð. Þetta kostaði mikla baráttu, því að oft var gefið eftir. Fólkið

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.