Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.05.1945, Side 4

Sameiningin - 01.05.1945, Side 4
84 helga oss hugsjón friðarins, með festu og einlægum hug. Blessa hersetnar og undirokaðar þjóðir, er nú fá frelsi sitt endurheimt. Leið fjarlægu ástvinina brátt heim til þeirra, sem þrá þá heima fyrir. Mætti friður sá er bygt verður á, vera að þínum vilja, og mannheimi til blessunar. Lát ljos orða þinna lýsa jarðarbúum til betri og bjartari dags, í Jesú nafni, Amen. Til dr. Sigurgeirs Sigurðssonar, biskups yfir íslandi Endurminningar. Svo kær er sú minning, að aldur ei á en yngist við dag hvern og nœtur. Hún rís upp sem blómin er birtuna þrá og bláloftið teigar þeim ástgjöfum frá sem vorgróðann vaxa bezt lœtur. Þú sendur varst til vor að byggja þá brú sem bezt mun æ þjóðunum reynast. í farvegi andans það finnum vér nú að festarnar kœrleikans bezt tengir þú und sannleikans merkjum sameinast. Að álfunni stóru þér opið stóð hlið með einlœgni tók þér mannfjöldinn. En vinurinn bezti þér veitti sitt lið sem valdi þig út á hið andlega svið. Hans forsjón er traust bak við tjöldin. Þú komst með þær gjafir sem gleðja mest þá sem gleyma ei fósturjörð sinni. Eg efast ei um að þín innri sjón sá þau útlendings sárin — er stöðug heimþrá fœr meitlað, í hugans heimkynni.

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.