Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.05.1945, Page 7

Sameiningin - 01.05.1945, Page 7
87 risið eða reist rönd við. Stórveldin bera því mesta ábyrgð á hindrun eða hnekkingu styrjalda, þegar í illt er komið. 3. En það er ekki nóg að afstýra eða hnekkja ófriði jafnóðum og blikuna dregur upp. Menn þurfa að efla sjálfan friðinn; hlúa að honum eins og nýgræðingi, eða reisa hann með ráðum og dáð eins og hvert annað stórvirki. Gömlum ójöfnuði þarf að rýma burt, en hlynna að sérhverju því, sem horfir til góðvildar og samkomulags á meðal þjóðanna. Þessi vandi hvílir á öllum ríkjum jafnt, hvort sem þau eru stór eða smá. 4. Þá er síðasta atriðið engu smávægara hinum fyrri. Ef haldið er áfram eins og nú stefnir, þá mun vígbúnaðurinn sliga sjálf stórveldin, og það á friðartímum; þetta farg hlýtur að hnekkja þjóðþrifum öllum og sannri framför um víða veröld, nema trúlega sé unnið að takmörkun vígbúnaðar hjá hverri þjóð. Þessar meginreglur lágu til grundvallar í Dunbarton Oaks samþykktinni, segja talsmenn þess boðskapar; og .samkvæmt fyrstu greininni var lýst yfir því, að öll ríki, stór og smá, skuli jöfn að þjóðréttindum, eiga óskert vald yfir eigin löndum sínum og einkamálum og taka þátt í tilbúnaði nýrrar og friðvænlegri heimsskipunar. Öllum “friðelskandi þjóðum” skal því gefinn kostur á að gjörast meðlimir í nýju þjóðabandalagi; en af því að ríkin eru misjöfn að mætti og stærð, skal ráðstefnum sambandsins skift í tvær deildir Önnur er “alþjóðaþingið” — General Assembly. Þar eiga sæti fulltrúar allra þjóða í sambandinu, og standa þær jafnt að vígi í þinginu eftir til- lögum þessa fundar, en smáríkin munu hafa þar mikinn meiri hluta atkvæða. “Öryggisráð” er hin deildin kölluð — Security Council. Hún verður skipuð fulltrúum stórveld- anna fimm, Bretaveldis, Bandaríkjanna, Rússaveldis, Frakk- lands og Kína þjóðar, en auk þess erindrekum sex smærri ríkja, sem alþjóðaþingið með tveim þriðju atkvæða velur annað hvert ár til þeirrar stöðu. Sambandsríkin öll undirgangast að jafna úr hverjum ágreiningi sín á meðal með friðsamlegu móti; svo og að fullnægja ýmsum ákvæðum í stofnskrá Þjóðabandalagsins; en að öðru leyti ráða þjóðirnar aðstöðu fulltrúa sinna í hverju máli sem upp kemur og halda fullveldi sínu allar jafnt. Eftir þriðja lið í forsendum hefir alþjóðaþingið, þar

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.