Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1945, Síða 12

Sameiningin - 01.05.1945, Síða 12
92 en flestar þeirra gjöreyddust er Þjóðverjar fóru á flótta suður í land, á síðastliðnu hausti. Hvar sem þeir gátu, eyði- lögðu þeir bæði kirkjur og skóla, eftir skipulagðri eyðilegg- ingar ákvörðun. Ekki veit eg hvort að það er tilviljun, en byggingarnar sem þeir létu í friði voru líkhúsin. — Þau ein fengu að standa óáreitt. Það er eitthvað dálítið tákn- rænt við það, að þessir hermenn sem færðu hvarvetna með sér eyðingu og dauða leyfðu þeim að standa óáreittum. Kirkjurnar í Nesseby og Karasjok eru nothæfar, einnig fáein bænahús standa óskemd að mestu leyti; olii því hinn mikli hraði á flótta þeirra úr nyrstu héruðunum. Ekki er eitt einasta prestsheimili eftirskilið á öllu svæðinu. Eg hefi séð rústir þeirra margra og hlustað á presta, sem reyndu að útlista fyrir mér hvernig þau einu sinni voru útlítandi. Flestir prestanna hafa mist alt sitt; húsgögn sín og föt. Einn prófasturinn gat ekki einu sinni komið hernpunni sinni undan. Hann ynnir nú störf sín af hendi í dökkleitum hversdagsfötum, heldur guðsþjónustur hvar sem því verður viðkomið, því um kirkjur er ekki að ræða. Eg hefi nú verið þarna norðurfrá um nokkurra vikna bil — og messaði hvern sunnudag. Mér gafst tækifæri til að taka fólk til altaris í bænahúsi einu. Fyrsta sunnudaginn messaði eg úti undir berum himni, — í miðjum janúar- mánuði — og er það eiginlega ekki sem bezt tilfallið að hafa útiguðsþjónustu um það leyti ársins. En ekkert skýl' var þar fáanlegt, alt brent og eyðilagt. Næsta sunnudag þar á eftir, var eg í einum af stærri bæjum Finnmerkur. Ekkert hæfilegt hús —engin kirkja eða skóli var uppistandandi í bænum. — Jú, — leikfimishús við barnaskóla hékk uppi. — Þó stórum skemmt. Skólinn hafði verið gjöreyddur, leikfimissalurinn að nokkru; þar var dimt inni eins og í dauðs manns gröf, borð negld fyrir gluggana, dauft logaði á olíulampa. Söfnuðurinn sat á bekkj- um og stólum er fólk flutti með sér að heiman. Hér fór fram venjuleg guðsþjónusta með messuformi og altaris- göngu. Yið altarisgönguna stóðu margir, en aðrir krupu á gólfinu. Sú athöfn hafði víst ekki verið höfð þar um hönd lengi; öll tæki eyðilögð. Á það sér stað mjög víða. Hefi eg nú jafnan alt sem þar til heyrir með mér á ferðum mínum. Þetta var fyrsta altarisgangan síðan að fólk losnaði undan oki Þjóðverja.

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.