Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.05.1945, Side 13

Sameiningin - 01.05.1945, Side 13
93 Sunnudag einn í afar köldu veðri messaði eg í smá þorpi einu. Eitt lítið samkomuhús stóð þar uppi, en aldrei hefi eg nú séð neitt fátæklegra. Litli ofninn reyndi sitt bezta að hita upp, en langt var neðan við frostmark, er messa hófst. Aldrei meðan á messu stóð varð svo hlýtt að snjór bráðnaði af skóm mínum. — Þess vestar sem dregur, því algerðari verður eyðileggingin. Hér hafði gefist nægur tími til athafna. Óvinirnir þrengdu fólkinu í burtu með sér, eftir að hafa brent heimilin en deytt alla gripi. All- margt fólk gat þó falið sig. Þegar eyðendurnir höfðu farið leiðar sinnar, reyndi hið aðþrengda fólk að finna skjól í kjöllurum, rústum, og með því að grafa sig í jörð. Fólkið hafði nú mist alt, nema frelsi sitt. Mörgum hér um slóðir hafa birst í nýrri merkingu orð Jesú, að “lífið er meira en fæðan, líkaminn meira en klæðnaðurinn.” í herbergi einu þéttskipuðu mætti eg nokkrum mæðrum og ungum stúlkum. Börnin höfðu fengið að borða, samtalið varð lítið eitt fjörugra. Eg tók unga stúlku tali. Hún var full að hugrekki hinna ungu, sagðist ekkert eiga til, nema fötin sem hún stóð í, en, sagði hún: “þegar eg fæ atvinnu, skal eg gera mitt til, að hlynna að ættlandinu, sem eg elska, og nú þarfnast krafta minna.” — Mitt í auðn og állsleysi fær mannlífið nýja merkingu — nýja tign. Blessuð vonin um framtíðina og trúin á hana er óðal hinna snauðu. Guðsþjónustur undjir þessulm kringumstæðum eru harla sérkennilegar og ógleymanlegar. Hvergi verður þverfótað fyrir börnum og eldra fólki. Víðast hvar verður fólkið að standa. Að þessi sinni voru margir viðstaddir, sem lifað höfðu í felum mánuðum saman — á flótta í hreysum eða í neðanjarðar skýlum gröfnum inn í hóla. Flestir höfðu mist aleigu sína. Athygli þeirra og hrifning við guðsþjón- ustu og altarisgöngu líður mér aldrei úr minni. Maður sannfærist um að norska þjóðin og norska kirkjan er ein og óaðskiljanleg heild. Sumir kynnu nú að spyrja: Hver var afstaða rússneskra herforingja gagnvart kirkjulegu starfi mínu? Lögðu þeir ekki hindranir á leið mína? Sem svar við þeirri hugsun vil eg segja að þeir hafa ekki eingöngu verið kurteisir og prúðir, heldur beinlínis vinsamlegir og hjálpfúsir. Tveimur dögum eftir að eg kom til Noregs heimsótti eg rússneska yfirforingjann í Kirknes. Fyrirfram mun hann hafa vitað um komu mína þangað. Viðtökur hans voru

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.