Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.05.1945, Síða 17

Sameiningin - 01.05.1945, Síða 17
97 hann var á ferð að næturlagi yfir veg all-örðugan og hættulegan. Vegurinn lá fram undan í ótal bugðum, og stefndi upp á bratt fjalllendi; það var heiðskýrt loft, og stjörnurnar lýstu upp veginn; en nú tók að þykkna í lofti, og stjörn- urnar hurfu ein eftir aðra, þar til að þær voru allar horfnar á bak við skýin. Nú vandaðist málið fyrir ferðamanninum, var hann á báðum áttum hvað gera skyldi; hann varð að þreifa fyrir sér með fótunum, til þess að geta haldið veginum. Hann vissi að vegurinn lá inn dimt og skuggalegt gil áður en komist var upp á fjöllin. Átti hann að hverfa til baka hina sömu leið og hann kom. Hann bjóst við að geta ratað til baka, en þá mundi ferð hans til einskis. Þegar hann var að hugsa um þetta, varð honum litið yfir hinn svipdimma og drungalega fjallgarð, þóttist hann koma auga á örlítinn glampa, sem roðaði austurloftið; bjóst hann jafnframt við, að ekki væri mjög langt til dags; réði hann þá af að halda áfram ferð sinni, en dimt var að ganga gegn um gilið og óslétt með köflum, sem gerði manni ras- hætt; þegar gilið þraut tók fjallshlíðin við brött og klettótt; sandur og möl var undir fótum, og sóttist lítt ferðin. Samt braust ferðamaðurinn upp á við í von um að geta náð upp á fjallsbrúnina, virtist honum nú loftið lítið eitt bjart- ara; að síðustu komst hann alla leið upp á fjallstoppinn; það stóð heima að þá rann sólin upp yfir sjóndeildarhring- inn, og sendi geislavendi sína í allar áttir; nú varð ferða- maðurinn hjartanlega glaður og hresstist eftir næturgöngu sína; ljósbrygði þau, sem hann sá neðan af láglendinu reyndust engin vonbrigði; þau voru morgunroði indæls dags. Ferðamaðurinn vissi, að nú væri sér borgið, og að ferðin yrði greiðari og auðsóttari. Flestir menn elska ljósið, ekki sízt þeir, sem hafa mist not sinna líkamlegu augna; einnig þeir, sem sækja um dimma vegu andstreymis og þjáninga. Eins og það ber við að þeir, sem missa hina líkamlegu sjón verða betur andlega sjáandi; sömuleiðis mun mörgum, sem eiga ferð um dimma og dapra reynsluvegi verða það að ráði, að horfa til loftsins eftir ljósbrygðum, sem sé morgunroði komandi dags. Komi menn auga á þetta, fer ekki hjá því að þeim eykst hugprýði og kraftur til að halda áfram ferðinni, þótt dimt sé og örðug gangan. 1

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.