Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1948, Blaðsíða 13

Sameiningin - 01.08.1948, Blaðsíða 13
SAMEININGIN 107 dómum. Nú, er árið er nær því á enda, og sr. Eiríkur hverf- ur aftur heim, eru reynsludómarnir á eitt sáttir að prest- urinn að heiman var starfinu vaxinn, út í framandi landi; og að söfnuðurinn, sem hann þjónaði, kirkjufélagið okkar, og Islendingar vestan hafs, hafi allir grætt á því að eiga árs- starf með hinum ágæta presti frá íslandi. Fellur því um koll sú ímyndun að úr þeirri átt geti oss ekki komið hjálp, ef prestar heima hyggja á vesturferðir til vor. Auk þessa hefir sr. Eiríkur persónulega unnið hjörtu vor og hugi svo að seint mun fyrnast; og þökkum við honum fyrir komuna og starfið, og óskum honum og fjölskyldu hans allrar blessunar. Með dvöl varaforseta vors, sr. V. J. Eylands á íslandi hefir félag vort verið borið fram við íslenzka þjóð og kristni svo sem bezt mátti verða. Hafa við það tengsli vor við kirkju íslands verið treyst betur, og allur skilningur hver til annars fengið dýpri og innilegri svip. Væntum vér varaforseta heim innan skamms, og þökkum honum þann hróður sem hann hefir aukið oss með allri framkomu sinni. Enda þótt skifti þessi hafi nokkur óþægindi í för með sér fyrir prestana, sem skifta og fjölskyldu þeirra, getum vér af þessari fyrstu reynslu ekki annað séð en hinn bezti árangur hafi af skiftunum orðið. Hljótum vér því að þakka stjórn íslands og kirkju fyrir að gera þessi skifti möguleg, og þann ágæta ávöxt sem þau hafa borið. í útgáfumálum vorum hefir engin stórbreyting komið fyrir. Skýrslur frá ráðsmanni “Sameiningarinnar”, munu koma fyrir þing ásamt skýrslu frá ráðsmanni “Parish Messenger”. Bæði blöðin eiga ennþá fullan rétt á sér, annað á íslenzku máli, hitt á máli þessa lands. Bæði geta blöðin borið sig fjárhagslega ef vér beitum meiri áhuga að auka kaupendatölu þeirra. Ritstjórar beggja blaðanna leggja afar mikið og fórnfúst starf í sitt verk. Sú spurning er því rétt- mæt frá þeirra hálfu, hvort ekki sé unnið fyrir gýg, er svo dauflega er hjálpað af okkar hendi. Máttur pennans er vindhögg eitt, ef orð það er hann ritar, nær ekki til mann- anna. Kirkjuþings fulltrúar verða hér að ráða bót á meini sem kann, ef ekki er úr bætt, að verða báðum blöðunum að falli. Gjörðabókin kom út seint og síðar. Hana verðum vér að láta prenta, vegna þess að hún er eina skýrslan um starf vort frá ári tíl árs, sem getur verið geymd. Allur prentunarkostnaður hefir aukist. Hvernig vér eigum að mæta honum, er úrlausnar þörf af okkar hendi.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.