Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1948, Síða 18

Sameiningin - 01.08.1948, Síða 18
112 SAMEININGIN • Eftir Séra B. A. Bjarnason Herra forseti! Háttvirta kirkjuþing! Samkvæmt þeim ársskýrslum, sem mér hafa í hendur borist frá hinum ýmsu söfnuðum vorum, vil ég hér með leggja fram samandregna skýrslu um ásigkomulag kirkju- félagsins eins og það virðist nú vera. Á safnaðarskrá vorri eru 42 söfnuðir, sama tala og í fyrra. Hefi ég fengið greinilegar skýrslur frá 25 af þeim, auð form frá 4, en alls engar skýrslur frá 13 söfnuðum. Hefi ég því verið neyddur til að styðjast við gamlar skýrslur frá þessum 17 söfnuðum til þess að geta komist að heildarniðurstöðu um meðlimafjölda kirkjufélagsins og aðrar nauðsynlegar upplýsingar. Getur því tæplega heitið að skýrslan sé ná- kvæmlega rétt, en hún er eins nálægt því að vera rétt eins og ofangreindar kringumstæður leyfa. Fastir prestar eru 11; í fyrra voru þeir 9. Á prestaskrá kirkjufélagsins eru 15 prestar, sama tala og í fyrra. Ellefu prestaköll hafa fasta presta; þrír söfnuðir, sem ekki hafa heimaprest hafa samið um prestsþjónustu við presta í öðrum héruðum. Tíu söfnuðir eru án ákveðinnar prestsþjónustu. Tala safnaðarmeðlima er: Fermdir 5,226; ófermdir 2,221; Alls 7,447. Þessar tölur eru hærri en í fyrra. En tala altaris- gesta hefir minkað um 154, og er nú 1,640. Skírnir barna hafa verið 207, fullorðinna 5, alls 212. — Fermingar 120. Dauðsföll 80. Sunnudagaskólar eru 28 — 5 fleiri en í fyrra; — kennarar og starfsfólk 184; nemendur í sunnudagaskólum 1,414 — 197 fleiri en í fyrra. — Einn söfnuður, Hallgrímssöfnuður í Seattle, starfrækir kristilegan skóla á vikudökum — Weekday School: kenn- arar eru 2, nemendur 15. í kirkjufélaginu öllu eru tveir karlaklúbbar, meðlimir samtals eru 51. Fjórir klúbbar fyrir karla og konur telja 61 meðlim; þessir klúbbar eru allir í Argyle prestakalli. — Safnaðar kvenfélög eru 36, en meðlimir þeirra 920 alls, 218 fleiri en í fyrra. Ungmennafélög eru 9 með 259 meðlimi, ofurlítið hærra en í fyrra. Framhald í næsta hefti. Arskýrsla skrifara

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.