Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1937, Síða 3

Sameiningin - 01.01.1937, Síða 3
á§>atnetníngtn Mánaðarrit til stuðnings kiricju og kristindómi Islendinga gefið út af Hinu ev. lút. kirkjufélagi Isl. í Vesturheimi. Ritstjórar: Séra Kristinn K. Olafson, 3047 W. 72 St., Seattle, Wash., U.S.A. Séra Guttormur Guttormsson, Minneota, Minn., U.S.A. Séra Kúnóltur Marteinsson, 49 3 Lipton St., Winnipeg. Féhirðir: Mrs. B. S. Benson, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man. 52. ÁRG. WINNIPEG, JANÚAR, 1937 Nr. 1 Nýtt og gamalt “Nýtt ár ennþá Guð oss gefur; guðleg enn oss veitist náð.” Þaö minnir á dæmisögu Jesú um hið ávaxtalausa fíkju- tré (Lúk. 13:6-9). í þrjú ár hafði eigandi víngarðsins, þar sem fíkjutré jietta var gróðursett, leitað ávaxtar á því, en ekki fundið. Nú skipaði hann víngarðsmanninum að höggva það upp, en víngarðsmaðurinn bað: “Lát það vera enn þetta árið.” Réttlætið skipar að höggva það upp; miskunnin biður um frest, til þess enn á ný að leitast við með öllu móti að hjarga því. Má ekki sérhver einstaklingur taka þetta til sín? Verðskuldum vér að lifa? Hvernig sem þú svarar því er hitt víst, að “sjálfur Guð er að leita þín,” til þess að vekja þig til betra lífernis. Víngarðsmaðurinn eilífi er að grafa um rætur lífstrés þíns og flytja þeim fæðu, svo það geti blómgast og blessast. Tæpast mun til vera meiri hvöt til lífernis betrunar en sú sívakandi sannfæring, að hin eilífa miskunn sé á hverju einasta augnabliki hjá oss, til þess að laða oss að hinni guðdómlegu fegurð. “Nýtt ár ennþá Guð oss gefur.” Vér höfum óskað hver öðriim farsældar á þessu ári. Sá sem þetta ritar óskar öllum

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.