Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1937, Blaðsíða 4

Sameiningin - 01.01.1937, Blaðsíða 4
2 farsældar. Hann óskar þess, af hjarta, að þar sé enginn undanskilinn; en hann veit einnig, að einn sterkasti þátt- urinn í þeirri l'arsæld er sannfæringin um það, að “réttlætis- sólin með græðslu undir vængjum sér,” “skín á öll vor spor,” að hvar sem vér erum staddir, hver sem lífskjör vor eru, ef vér aðeins viljum, “mun hönd þín leiða mig og hægri hönd þín halda mér.” “Nýtt ár ennþá Guð oss gefur.” Gamla árið er farið. Mörgum mun finnast að fyrir heiminn í heild hafi það ekki verið gott ár. Ekki skyggir það á þá blessun, sem Guð vill gefa; en mennirnir hafa þózt Guði meiri. Guð segir: “Þú skalt ekki mann deyða.” Sumir mennirnir segja: “Vér drepuin vægðarlaust alla þá sem eru í vegi fyrir valdi voru.” Á þessu augnabliki er ekki unt að sjá, hvernig því verður afstýrt, að allar stórþjóðirnar í Norðurálfunni steypi sér í blóðuga styrjöld. Með djúpu þakklæti skal við það kannast, að þannig er ekki ástandið í þeim löndum sem íslendingar byggja. Þau lönd eru, auk íslands, Canada, Bandaríkin, og Norðurlönd, sérstaklega Danmörk. I öllum þessum löndum ríkir friður. Þær þjóðir vilja ekki styrjöld. Hjá þeim öllum er manns- lífið trygt og í miklu gildi. Hjá þeim einnig er nú vaxandi velgengni. Neyð kreppunnar hefir minkað, atvinna orðin meiri, og margvíslegur iðnaður hefir færst í aukana. í þess- um löndum eru því bjartari vonir um framtíðina heldur en hefir átt sér stað nú undanfarin ár. Vér óskum öllum farsældar á þessu ári; farsældar í at- vinnu- og eilífðarmálum; en vér lítum svo á, að slíkt geti ekki átt sér stað nema þar sem er lifandi sannfæring fyrir návist Guðs. Þess vegna er oss ant um, að allir athugi það sem stendur í Opinb. 3:20: “Sjá, eg stend við dyrnar og kný á! Ef einhver heyrir raust mína og lýkur upp dyrunum, þá mun eg fara inn til hans og neyta kvöldverðar með hon- um og hann með mér.” Hvílíkur fögnuður! “Opna glaður hjartans hús, hýs hinn tigna gestinn fús. Getur nokkuð glatt þig fremur: Guð þinn sjálfur til þín kemur?” Verði þetta ár öllum lýð Guðs-ár. R. M.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.