Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1937, Blaðsíða 6

Sameiningin - 01.01.1937, Blaðsíða 6
4 stói'um tjaldhúsum, þar sem hópur manna kemst þægilega fyrir, en rauðheitur ofn er í gangi, er sendir svo mikinn hita frá sér, að ökumenn eru oftast berhentir við að meðhöndla tauma hestanna. Nota l'iskimenn þessi upphituðu sleðahús mjög á vatninu. Svo og póstflutningamenn og aðrir er flytja hæði fólk og varning frá járnbrautum. Við jarðarfarir, á vetrardag, er algengt að sjá heila hópa af þessum upphituðu sleðahúsum. Mun svo raunar víðar vera en í Nýja íslandi, þó inér sé það minna kunnugt. Man eg eftir, að þetta var með svipuðum hætti á Lundar og í Langruth og þar í grend, þegar eg var þar lítilsháttar við kirkjuleg störf lyrir nokk- urum árum; enda eru staðhættir þar að ýmsu svipaðir því er gjörist í Nýja íslandi. Ferð mín til Vatnabygða byrjaði með lestinni er fór héðan úr borg kl. 11 að kvöldi þess 18. desember s. 1. Tók eg mér farbréf til Kandahar, sem er um það vestast í hin- um víðlendu bygðum (hér um bil 375 mílur frá Winnipeg). Mætti mér þar á járnbrautarstöðinni Jón B. Jónsson (bróðir dr. B. B. J.) og fór með mig heim í bíl sínum. Gisti eg hjá honum, eða þeim hjónum, næstu nótt. Hafði svo fyrstu messuna í kirkjunni í KJandahar sunnudaginn 20. des. kl. 2 síðdegis. Aðsókn var sennilegast eins góð og við mátti biiast, því veður var fremur kalt og fyrirvari með auglýsingu í styttra lagi. Á þriðjudagskvöld var fundur í ungmennafélaginu i Kandahar, því er séra G. P. Johnson stofnaði. Er það talsvert fjölmennur félagsskapur. Fóru þar fram skemtanir og kaffi- veitingar. J. B. Jónsson las upp fréttablað félagsins, sem nýlega er komið á gang. Var það bæði til fróðleiks og skemtunar. Flutti eg þar stutta tölu. Félagið mun hafa fundi sína hálfsmánaðarlega, ef eg man rétt. Ekki var annað að sjá en að félagið væri ineð góðu lífi. Alt fór fram á ensku og mun það nú vera óðum að fara í vöxt, í bygðum vorum hér vestra. Á aðfangadagskvöld var aftur messa í Kandahar, með jólatré og vönduðu jóla prógrammi á eftir. Stýrði því J. B. Jónsson en undirbúning hal'ði annast Mrs. Latimer, ung ís- Ienzk kona (áður skólakennari) og mun hún hafa haft stjórn á sunnudagsskólaverki safnaðarins í Kandahar síðastliðið ár. Mrs. Latimer er dóttir Hjörleifs Hjörleifssonar í Wvn- yard, er áður fyrrum átti heima á Laufhóli í Árnesbygð í Nýja fslandi. Kona Hjörleifs er Guðrún dóttir Bjarna heit-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.