Sameiningin - 01.01.1937, Blaðsíða 12
10
góðu í þessum efnum. Borðuðum við oftast hjá Hallberg
nokkurum, sænskum manni, er hafði mjög hreinlegt og gott
matsöluhús. Kölluðum við inanninn “Hallberg hóteleig-
anda,” eins og Reykvíkingar voru vanir að kalla sinn virðu-
Iega gestgjafa með því nafni. Fanst manni þetta minna mann
þægilega á ættjörðina og vera ofurlítil huggun í framandi
landi. En silungurinn í Chicago minti mann á alt annað.
Hann minti mann á það sem eg heyrði ræðumann nokkurn
þar einhverju sinni segja. Fórust honum orð á þá Ieið, að
í Chicago fyndi maður það bezta og það versta sem til væri
í heimi. Og þó ræðumaður hafi sjálfsagt haft hugann tals-
vert fyrir ofan matarborðið, þá hafa þó orð hans oft mint mig
á Chicago-silunginn sem einn hinn allra versta sem til muni
vera í öllum heimi.—
En nú fór á annan veg. Silungurinn hjá skáldinu og
hinni ágætu konu hans, í Elfros, var hreinasta afbragð.
Minti hann mann á sjávarsilunginn stóra og feita út á fs-
landi. Var auðséð að skáldið hafði skift við eitthvað ráð-
vandari menn, en eg hafði fyrir hitt í hinni stóru borg þar
suður frá forðum daga.
J. Magnús Bjarnason er fæddur 24. maí 1866. Átti hann
því sjötugsafmæli síðastliðið vor. í tilefni af því var honum
og konu hans haldið veglegt samsæti, er nefnd manna stóð
fyrir. Var formaður nefndarinnar dr. Kristján J. Austman,
en skrifari séra Jakob Jónsson.
Nú hafa þeir á íslandi minst skáldsins með virðulegri
kveðju sem honum hefir verið send. Er það bókfell all-
stórt og með smekklegum frágangi. Utan á bókfellinu stend-
ur með giltu letri: “Kveðja frá íslandi.” En innan i bók-
fellinu, á blöðum þess, eru nöfn jiess fólks er undir kveðjuna
hafa skrifað, 123 að tölu. Er það fólk af öllum stéttum.
Flest af því mun þó vera þjóðkunnugt fólk, bæði þar heima
og hér vestra. Þar á meðal heill hópur af mönnum í háum
embættum og í ýmsum öðrum virðulegum stöðum þjóðfél-
agsins. Munu fyrir þessu hafa gengist þeir Helgi Hjörvar
kennari og Sigfús Halldórs frá Höfnum.—-Varð eg var við,
að skáldið sjötuga hafði glaðst innilega við að fá þessa fall-
egu bróðurkveðju frá ættlandinu forna. Sagði hann mér, að
sér þætti vænna um kveðjuna en þó að sér hefði verið sendur
stór fjársjóður frá íslandi.—Sátum við býsna lengi við að
lesa þessi 123 nöfn. Við flest af þeim kannaðist maður og
býsna mörg af þeim eru alkunn. Þó voru þar nokkur nöfn