Sameiningin - 01.01.1937, Page 13
sein við vorum ekki vissir um hverjir áttu. En skáldið hefir
einselt sér að vita sem fyrst eithtvað um alla er undir kveðj-
una hafa skrifað. Mun hann og vera kominn langt á veg
að því marki, ef hann er ekki enn kominn alla leið.
í Elfros mætti eg Helga Eyjólfssyni, bónda úr Hóla-
bygðinni svonefndu, suðaustur af Elfros. Hafði kornið til
orða, að eg hefði messu í samkomuhúsi Hallgrímssafnaðar
þar í bygð. Af Jiví gat Jió ekki orðið. Helgi er tengdasonur
Magnúsar bónda Borgfjörð, er á fyrir konu Maríu systur Mrs.
C. O. L. Chisvvell á Gimli. Var Helgi einn af fimm manna
sendinefnd er komu úr Vatnabygðum til kirkjuþings í Ár-
borg síðastiiðið sumar.
Við messuna í Westside skólahúsi mætti eg þrem mönnum
er eg hafði áður þekt í Nýja íslandi. Var einn af þeim Jón
sonur Björns heitins Jóhannssonar og Sigurbjargar konu
hans, er uppalin var hjá séra Þórarni Bögvarssyni í Görð-
um. Stundaði Sigurbjörg Iengi ljósmóðurstörf í Víðirbygð
og lánaðist það prýðilega. Er hún enn á lífi, í grend við
Leslie, en Jiví miður gat eg ekki komið því við að sjá hana.
Hinir mennirnir, er eg sá Jiarna, voru þeir bræður Árni
og Sigurfinnur, synir Sigurfinns heitins Sigurðssonar, er fyrir
eina tíð bjó í Framnesbygð og átti fyrir konu Sesselju Árna-
dóttur, systur konu Jóns heitins Hornfjörðs. Var Sigurfinnur
yngri í fermingarbarnahóp hjá mér fyrir æði mörgum árum,
svo og Björgvin bróðir hans, sem nú mun vera námuverk-
fræðingur einhversstaðar í austur-Canada.
Eftir messuna í Westside kom eg heim til Tómasar S.
Halldórssonar og konn hans, er húa þar nálægt og þáði Jiar
kaffiveitingar. Er hann sonur Tómasar bónda Halldórsson-
ar á Mountain, í Dakota, og var einn af þeim fimm fulltrúum,
er komu til ])ings úr Vatnabygðum síðastliðið sumar.
Við messuna í Wynyard mætti eg séra Jakob Jónssyni
og frú hans. Þar mætti mér og gamall samferðamaður frá
fslandi, árið 1890, Jóhann óli Björnsson, er lengi átti heima
á Garðar. Þar mætti mér og aldraður góðvinur, Brynjólfur
Jónsson, og Ivristinn sonur hans, er eg ekki hafði áður mætt.
Við messuna í Foam Lake mætti eg Narfa kaupmanni
Narfasyni, bróður Mrs. H. J. Helgason; sömuleiðis konu hans
er spilaði á orgelið við messuna. Þar var og Jón Bildfell,
kona hans og börn. Er hann sonur Gisla Bildfells, bróður
þeirra Bildfells bræðra, Ögmundar og Jóns, hér í borg. Enn-
fremur var við kirkjuna Jón Janusson, er eg kannaðist vel