Sameiningin - 01.01.1937, Page 14
12
við af afspurn. En eg vissi ekki fyrri en á eftir, að hann
hefði þar verið. Hefði annars talað meira við hann, því
manni er oftast forvitni á að kynnast betur þeim mönnum
sem maður er áður búinn að kynnast eitthvað af afspurn.
í Elfros mætti eg íslenzkum kaupmanni er Jón Guð-
mundsson heitir. Hefir hann verzlun allskamt frá járn-
brautarstöð bæjarins.
Afkoma fólks í Vatnabygðum hefir verið fremur erfið
í allmörg ár, bæði sökum uppskerubrests hvað eftir annað,
og vegna kreppunnar alræmdu, er lamað hefir alt viðskifta-
líf. Á þessu varð þó talsverð breyting til batnaðar nú í sum-
ar er leið. Uppskera þar víða miklu hetri en í mörg undan-
farin ár, þó fáeinir yrðu þar útundan. Er sennilegt að við-
reisnar tímabil sé þar nú í aðsígi.
Sem prestakall eru Vatnabygðjr stórt og mikið starfs-
svæði. Fyrstur fastaprestur þar mun hafa verið séra Run-
ólfur heitinn Fjeldsted, er þjónaði þar til 1912. Eftir hann
kom séra Haraldur Sigmar og var þar þjónandi prestur í
mörg ár. Nokkuð af þeirri tíð var séra Halldór Johnson
prestur í austurhluta nýlendunnar. Voru þá hygðirnar tvö
prestaköll. Eftir burtför séra Halldórs varð nýlendan aftur
að einu prestakalli, er séra Haraldur þjónaði þar til að hann
tók prestsköllun frá söfnuðum í Dakota og flutti þangað
suður. Tók þá við þjónustu í Vatnabygðum séra Carl J.
Olson, er verið mun hafa prestur þar í ein fimm ár. Hætti
þar og flutti burtu til Seattle 1930. Síðan hel'ir Vatnabygða
prestakallið verið án fastrar prestsþjónustu. Þó var séra
G. P. Johnson við stöðuga prestsþjónustu í austurhluta bygð-
anna um nokkurt skeið, og séra Kristinn K. Ólafsson, for-
seti Kirkjufélagsins, hefir haft þar á hendi sumarþjónustu
í allmörg ár. Má því segja, að Vatnabygðir hafi notið talsvert
mikillar prestsþjónustu um undanfarin ár, þó þar hafi í
seinni tíð sjaldnast verið stöðugt þjónandi, búsettur prestur.
Yfirleitt mun það nú vera í hugum manna, er til þekkja,
að í Vatnabygðum þurfi sem fyrst að hefjast stöðug og á-
byggileg prestsþjónusta. Eftir því sem eg leit til og hefi
vit á, mun vera ekki svo lítið al' heilbrigðu, andlegu lífi í
söfnuðum og bygðum þar vestra. Að þeim gróðri þarf sem
fyrst að hlynna. Því fyr sem það er gjört, því betur.
Tveir sunnudagaskólar voru þar í gangi er eg kom vestur,
annar í Kandahar, hinn í Elfros. Eru þeir báðir að mestu
eða öllu leyti á ensku, enda ekki börnin nema hér um bil