Sameiningin - 01.01.1937, Qupperneq 15
13
helmingur þeirra af íslenzkum ættum. Vel sýndist starfið
vera rækt á báðum stöðunum. Yfir sumarið hygg eg að eitt-
hvað rneira hafi verið um sunnudagaskóla starf þar, þó um
það viti eg ekki nákvæmlega.
Allar horfur eru á því, að kirkjulegt starf í Vatnabygðum
verði sem hvað líður meira á ensku en á íslenzku. Ef til
vill ekki nema einn fjórði af því á íslenzkri tungu. Móður-
mál unga fólksins er nú meir og meir að verða hin enska
tunga. Öll skólamentun og öll viðskifti svo að segja fara fram
á því máli. Enskan er mál þjóðarinnar i þessu landi. Srnáir
þjóðflokkar af útlendum stofni hafa ekki mikið að segja.
Þeir sogast inn i strauminn enska og mikla og verða að
fylgjast þar með hvort sem ver líkar eða hetur.
Lang viturlegast virðist það nú vera, að til Vatnabygða
komi ungur prestur, er sé sýnt um að meðhöndla góða ensku,
en sé um leið sæmilega fær í íslenzku. Gæti hann þá líka
bælt sig í málinu, ef hann væri ekki alfullkominn í fyrstu.
En að presturinn sé ungur, ötull og vel til foringja fallinn,
er yngri kynslóðin geti aðhylst fyllilega, það held eg að sé
um það hil lífsnauðsyn.
Að þessi hugmynd komist í framkvæmd sem allra fyrst,
er það sem nú liggur beint fyrir. Bæði Kirkjufélagið og söfn-
uðirnir í Vatnabygðum þurfa að taka höndum saman um
þetta málefni og ráðstafa því sem fyrst bæði vel og vitur-
lega.
“Messias” Handels
“Ei vitkast sá er verður aldrei hryggur;
hvert vizkubarn á sorgarörmum liggur.
Á sorgarhafsbotni sannleiksperlan skín;
þann sjóinn máttu kafa, ef hún skal verða þín.”
Má vera að sumum finnist þessi hugmynd óeðlileg, óskilj-
anleg eða ósönn, en hætt er við að sú mótbára risti ekki
djúpt, beri ekki mikinn vott um athugun á mannlífinu fyr
eða síðar. Gott væri fyrir alla að rannsaka hvað fegurstu
og göfugustu framkvæmdir mannkynsins hafa kostað.
Hið mikla hljómlistarverk Handels, sem hann nefndi
“Messias,” hefir ef til vill l'est dýpri rætur í mannlegri sál