Sameiningin - 01.07.1938, Qupperneq 4
98
að þeir lögðu hönd á verkið í djarfri von. Samkomur og
erindi jiingsins féllu inn í starfið sem hátíðlegar og uppörf-
andi stundir, sem miðuðu að j^ví að hefja andann og víkka
sjóndeildarhringinn.
Þingið stóð yfir eins og til stóð l'rá 17.—21. júni. Þing-
setningar guðsþjónusta, með fjölmennri altarisgöngu, fór
fram í kirkju Frelsissafnaðar að Grund, að kvöldi seytjánda
júní. Er Jætta frumkirkja bygðarinnar, sem allir hera til
l'orna trygð. Verður hún ætíð nokkurs konar andleg mið-
stöð umhverfisins. Fóru j)ar fram þrjú önnur af höfuð
stefnumótum þingsins — ungmennasamkoman, viðtökufagn-
aður bygðarinar og minningarguðsþjónusta um dr. Björn B.
Jónsson. Var þetta bæði vegna húsnæðis og afstöðu í bygð.
Annars var þinginu skift sem jafnast á kirkjurnar fjórar.
Var gestum skift á heimili bygðarinnar og nutu þeir þar
næturgistingar og morgunverðar, en sátu að öðrum sameig-
inleguin máltíðum og síðdegis kaffi hjá hverjum söfnuði
fyrir sig eftir jrví sem þingið var fært til. Tilhögun öll á við-
tökum og fyrirkomulagi var eins fullkomin og frekast verður
á kosið. Bygðin lagði til vel æfðan og tilkomumikinn söng
er lýsti upp þingið og samkomur þess. Eiga söfnuðirnir og
sóknarpresturinn, séra Egill H. F'áfnis, sæmd og þakkir fvrir
að umgjörð þingsins var öll svo viðeigandi og fullkomin, að
þingið gat notið sín sem allra bezt.
Um 65 erindrekar og prestar munu hafa setið þingið.
Sltýrslur embættismanna og fastanefnda, er lagðar voru
fram á fyrsta þingdegi, gefa glögt yfirlit yfir ástæður og starf
félagsins. Þær þurfa að vera lesnar af kirkjufólki voru al-
ment og öðrum er vilja fylgjast með starfi voru. Þurfa
menn og ættu að eignast Gjörðabók þingsins og lesa hana
gaumgæfilega. Skal hér einungis í hana vitnað um þessi
efni.
Á dagsskrá kirkjuþingsins voru þessi mál: 1. Heima-
trúboð og prestsþjónusta; 2. Erlent trúboð; 3. útgáfumál;
4. Betel; 5. Ungmennastarfið; 6. Kristileg uppfræðsla;
7. Mannfélagsmál og kirkjan; 8. útvarp á íslenzkum mess-
um og 9. Lagabreytingar.
Trúboðið er aðal starfsmál kirkjufélagsins. Hugsjón
hvers kristins kirkjufélags er að efla kristnihald innan sinna
vébanda og útávið, heimafyrir og erlendis. Það er einungis
verulegt lifsmark með kristindómsmálunum þegar þau sýra
út frá sér. Annars dauði. Þessarar tilfinningar gætti í sam-
bandi við meðferð þessa tvíþætta máls, sem þó er eitt í hug-