Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.07.1938, Qupperneq 5

Sameiningin - 01.07.1938, Qupperneq 5
99 sjón og hvað takmark snertir. — Eriðleikar eru á því að koma hugsjóninni nægilega í framkvæmd, en frá viðleitninni verður ekki horfið. Hvað starfið heimafyrir snertir verður iniðað að því að nota þá krafta, sem eru til, eftir því sem unt er, en hafa þó vakandi auga á nýjurn möguleikum. Ástæður eru að breytast og viðleitnin að fullnægja þeim verður að taka það til greina. Ágreiningur um bjargráð hefir verið nokkur á liðnum árum. Þó úrlausnir séu ekki fengnar, var ákveðinn hugur að beita sér að því að viðráðanlegum hindr- unum í starfi og lífi kirkjufélagsins yrði rutt úr vegi, en aldrei látið stranda á hleypidómum á eina leið eða aðra. — Það sem liggur næst er að bjarga við sjóðþurð, sem stafar af því að fjársöfnunarnefnd kosin á síðasta kirkjuþingi kom ekki til leiðar því sem henni var falið, en framkvæmdarnefnd- in miðaði starfið við áætlaðar tekjur, sem þessvegna ekki fengust. En hér er ekki um neitt Grettistak að ræða heldur það að samtök megi verða almenn og málið hvergi látið falla í gleymsku eða vanhirðu. Framkvæmdarnefndinni var falið að jafna sjóðþurðina og sinna þó brýnum þörfum eftir ástæðum. Erlenda trúboðið hefir einnig átt í vök að verjast. Var það ávinningur mikill þeim er sátu á þingi að trúboðirin, séra S. O. Thorláksson, var nú viðstaddur og reifði málið mjög heppilega. Ba.'ði þegar málið kom fyrir á fundi og með sér- stöku erindi gerði hann mjög ítarlega grein fyrir starfinu í Japan og viðhorfi Austurlanda. Er til þess vonast að hann á |>essu ári, er hann verður hér í Ameríku, geti heimsótt sem flesta söfnuði vora og flutt mál silt fyrir þeim. Verður það áreiðanlega hugsjóninni til eflingar. Hefir trúboðanum vaxið ásmegin í starfinu og tekur hann nú fastar tökum en nokkru sinni fyr á því er hann fæst við og á áheyrendum sínum. Útgáfufyrirtæki kirkjufélagsins eru nú aðallega Samein- ingin og Gjörðabók. Gjörðabókin verður gefin út eins og í fyrra, auk þess að ársskýrsla forseta verður birt í Lögbergi. Fjárhalli er allmikill á útgáfu Sameiningarinnar, rúm tvö hundruð dollara á árinu. Kom tillaga frá framkvæmdarnefnd- inni að gera úr henni ársfjórðungsrit í stað mánaðarrits, til að jafria hallann. Fekk það drengilega mótspyrnu á þinginu og kom fram verulegur áhugi á því að ráða fram úr vanda- málinu á annan hátt. Tóku kirkjuþingsmenn að sér að auka kaupendafjölda blaðsins svo um munaði. Ákveðin loforð komu fram um að útvega um <S() til 90 nýja kaupendur, auk þess að allir tóku að sér að vera málinu liðsinnandi eftir

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.