Sameiningin - 01.07.1938, Qupperneq 6
100
getu. Þetta þarf sem fyrst að bera fullan árangur og þá er
málinu borgið. Ritstjórn var endurkosin og eins féhirðir.
Betel er aldrei vandræðamál á þingum. Hagur stofnun-
arinnar góður og stjórn í bezta lagi. Gamalmennaheimilið
þarf áfram að halda á stuðningi almennings og kærleika.
Hvorttveggja mun veitast.
Ungmennamót þingsins undir stjórn ungfrú Veru
Johannson var hið myndarlegasta í alla staði. Unga fólkið í
Argylebygð lagði til áhrifamikið Cantata, sem var sungið af
list undir stjórn hr. Árna Sveinssonar ineð undirspili ungfrú
Fjólu Oliver. Annað alt líka mjög myndarlegt. Skýrsla
milliþinganefndar sagði frá mótinu í Árborg í maí á þessu
vori. Heldur sú nefnd áfram starfi undir ágætri forystu séra
Egils H. Fáfnis. Það lofar miklu að þessi hreyfing er vakin
og er það trú vor að hún geti orðið máttugasta stoð starfi
voru.
Það nýmæli er á ferðum hjá Bandalagi lúterskra
kvenna að koma á námsskeiði fyrir sunnudagaskólakennara
um að minsta kosti tíu daga skeið, ef ekki á þessu ári, þá
því næsta. Vakti þetta gleði í sambandi við meðferð kristi-
legra fræðslumála. Má treysta framkvæmdum ef nokkur
leið er tit. Uppbyggilegar umræður voru um kristilega
fræðslu alment.
f sambandi við mannfélagsmál kom fram þingsamþykt
viðvíkjandi bindindi, sem fylgir:
Nefndin, sem skipuð var í bindindismálið, leyfir sér að
leggja fram eftirfylgjandi tillögur til þingsálylttunar:
1. Þingið mælir eindregið með því, að flutt verði erindi,
helzt í hverjum söfnuði Kirkjufélagsins, er vari alvarlega við
böli ofdrykkju og vínnautnar, og hafi prestarnir forgöngu í
því máli.
2. Þingið óskar þess, að fólk vort í bygðum og borgum
vestan hafs, veiti leiðtogum í bindindismálinu þann öruggasta
stuðning og samvinnu sem það hefir ráð á.
3. Þingið óskar eftir því, að ungmennafélögin taki
þetta mál til meðferðar, bæði heima fyrir og á þingum sínum.
4. Æskilegt væri, að þeir sem sækja næsta þing, gætu
sýnt fram á einhvern sigur og framför í þessu alvarlega máli.
Á kirkjuþingi að Baldur 21. júní 1938.
Mrs. S. Ólafson Jolxn ólafson G. Thorleifsson
Kirkjufélagið tók upp það nýmæli á liðnu ári að útvarpa
stuttum, íslenzkum guðsþjónustum á virkum dögum. Fjór-