Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.07.1938, Síða 7

Sameiningin - 01.07.1938, Síða 7
101 iim guðsþjónustum var þannig útvarpað, og hefir þetta mælst injög vel fyrir. Styrkur almennings hefir borið fyrirtækið og eru um $50 í sjóði. Verður útvarpinu haldið áfram á komandi vetri og haft eins títt og framast má. Því fleiri sem styrkja, því meira verður hægt að gera í þessu efni. Nefnd sú er kosin var á síðasta þingi til að yfirfara og þýða lög Kirkjufélagsins á ensku fékk aukinn starfstíma um annað ár. Séra Jóhann Bjarnason var kosinn í stað dr. Björns. Hinir meðlimir nefndarinnar eru Hjálmar Bergman lögfræðingur og séra Rúnólfur Marteinsson. •í’ * * Minningarguðsþjónusta um dr. Björn B. Jónsson fór fram á sunnudagskvöldið 19. júní. Var það afmælisdagur hins látna leiðtoga. Var athöfnin samboðin augnamiðinu í alla staði og mjög l'jölsótt. Flutti séra G. Guttormsson erindi auk forseta. Var þá stofnaður “Minningarsjóður dr. Björns Jónssonar” samkvæmt ráðstöfun kirkjuþings. Er sú yfir- iýsing og samþykt birt á öðrum stað í þessu blaði. Mun þetta fagra tækifæri til kærleiksgjafa mikið verða notað af félögum og einstaklingum. Inn komu í sjóðinn um $100 á þinginu. Annar embættismaður kirkjufélagsins hafði látist á árinu, hr. Albert C. Johnson, konsúll fslendinga og Dana í Winnipeg. Hafði liann verið vara-féhirðir allmörg ár. Var hans minst með viðeigandi þingyfirlýsingu. Séra Rúnólfur Marteinsson flutti fyrirlestur út af þriggja alda afmæli Svía í Ameríku. Var það fróðlegt erindi og vel flutt. Séra Sigurður Ólafsson var málshefjandi að trúmála- umræðum þingsins. Efnið var: Sálgæzla. Var erindi hans frábærlega hugðnæmt og uppbyggilegt. Umræður voru i bezta iagi. Hefir þetta efni aldrei verið rætt áður hjá oss. Féll það í góðan jarðveg. Söfnuðir bygðarinnar höfðu skemtimót er vel hej)nað- ist, að Grund, eftirmiðdaginn á sunnudaginn. Var það undir lipurri stjórn séra Egils. Einnig þar var veitt af mikilli risnu. Embættismenn voru endurkosnir, nema að ]>ví leyti að hr. ,í. J. Vopni var kjörinn vara-féhirðir í stað hr. Alberts C. Johnsons konsúls. — í framkvæmdarnefnd voru kosnir, auk forseta: séra Jóhann Bjarnason, séra Haraldur Sigmar, séra Sigurður ólafsson, séra Valdimar ,1. Eylands, S. O. Bjerring og Tryggvi Anderson. í Betel-nefnd voru J. .1. Swanson og

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.