Sameiningin - 01.07.1938, Qupperneq 9
103
í þessu komu fram heilbrigð áhrif þess fagnaðarerindis,
sein Páll var boðberi fyrir. Kristindómurinn kennir mönn-
uin ekki að loka augum fyrir neinu, en hann gerir mönnum
Lint að þreifa á því, sem ekki er á yfirborði, en þó raunveru-
legt hvað snertir afskifti Guðs af mannlegu lífi og högum.
Hin margföldu öngþveiti mannlegs lífs þrýstu að hjarta
Iírists, en hann færði mönnunum hjálpræðiskraft Guðs, seni
lýst hefir því skýrar sem viðhorf lífsins hefir verið daprara.
Hann hefir fært þau áhrif sem bægja frá örvæntingu en gefa
áræði til lifs og starfs hverjar sem ástæður eru.
Það getur tæpasl dulist þeim, sem athuga það, sem við
er að bera, að lífsvegur Krists sætir miklum vanda í nútíðar-
lífi. Þeir straumar ráða miklu, sem ganga alveg á snið við
anda og Iífsstefnu kristindómsins. Með ofbeldi og yfirgangi
reyna einstaklingar og þjóðir að koma ár sinni fyrir borð,
fremur en með sanngirni og réttsýni. Gífurleg samkepni,
sem treður á mannréttindum og mannlegri velferð, ræður
lögum og lofum, fer sinna ferða og harðnar því meir sem
lengra líður. Hún dregur eftir sér drösul ógæfunnar á öllum
sviðum, afneitar bróðurandanum og herðir hjörtu mannanna
og tilfinningar gagnvart öllu nema því að einstaklingurinn
eða heildin Jifi sjálfri sér án tillits til annara. Heimafyrir
hjá þjóðunum leiðir þetta til þess reiptogs milli manna og
stétta, sem stefnir í voða allri sameiginlegri heill og gengi.
Hver höndin er upp á móti annari, óvild og tortrygni fara
vaxandi og takmarkið, sem mest ber á, er að hver megi skara
eld að sinni köku. Á hinu stærra sviði þjóðasamkepninnar
virðist alt miða í þá átt að hin æðisgengna trylling leiði til
nýs blóðbaðs, sem nái i'it yfir allan heim og færi með sér þann
vígslóða er allri menningu stefni í voða. Ekki sízt sverfur
það að, að svokallaðar kristnar þjóðir eiga hér jafnan hlut
að máli og aðrar, að hjá þeim gætir svo lítils heimafyrir eða
útávið, þeirra hvata eða áhrifa, sem eiga skylt við hugsjónir
fagnaðarerindisins. Það er litið smáum augum á það að
treysta göfgi augnamiðs og guðlegu fulltingi. Það sé betra
að koma sér þannig fyrir að menn þurfi ekki annars en að
reiða sig á mátt sinn og megin. Og þetta alt, þrátt fyrir það,
að öll rás viðburðanna bendir til þess ótvírætt að eftir þessari
leið verður ekki annað stefnt en lit í hinn ýtrasta voða.
Innan um alt þetta öldurót þarf kristin kirkja að stefna
fari sínu. Ekki einungis er voðinn á allar hliðar útbyrðis,
heldur líka er skipshöfnin sjálf sundurtætt af ugg og kvíða,
af óvissu um hvað til bragðs eigi að taka og úrræðaleysi