Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.07.1938, Síða 10

Sameiningin - 01.07.1938, Síða 10
104 hvað hætturnar snertir. Einna alvarlegast er að heimsand- inn ómengaður á slik ítök hjá hörnum kirkjunnar, að ósjaldan verður erfitt að greina þau frá fyrir nokkurt sér- stakt mót, sem lífsstefna þeirra setji á hugsunarhátt þeirra eða athafnir. En þannig skyggir á verðmæti kristindómsins fyrir lífið bæði hjá þeim er kristið nafn bera og þeim er utan við standa. Hættan er að menn hvorki vænti eða verði fyrir þeirri hjálp, sem fagnaðarerindið ætti að veita, Öhug setur að mörgum alvarlega hugsandi mönnum og dregur úr hugrekki og framkvæmdum. Menn verða gagnteknir af þeirri tilfinningu að í óefni sé komið, að ekkert verði að gert, að hættunni verði eltki afstýrt, að helzt sé svo komið að kirkja og kristni sé að farast. Þegar þannig er komið verða átökin annaðhvort engin eða afllaus. Helzta von um viðreisn er þá postulleg sjón, sem eygir guðlega úrlausn og útleið úr öngþveitum lífsins og sér að aldrei er réttilega lesið úr ástæð- um og viðhorfi nema það guðlega sé tekið til greina og kraft- ur Guðs hagnýttur. Þar er hlutverk lcirkjunnar og tækifæri. Öll kristnin á hér hlut að máli og hver einstakur hluti hennar. Sem mannleg stofnun einvörðungu geta horfur hennar virst skuggalegar mjög bæði vegna almenns ófull- komleika hennar og óviturlegra úrræða. En málefnið, sem hún fer með, á guðlegan viðreisnarkraft. Þetta má ekki leiða til óheilbrigðs öryggis, sem lætur fyrirberast í athafnaleysi, heldur til dáðríks lífs og starfs, sem borið er uppi af ineð- vitund um að veikleiki vor á kost á að iklæðast styrkleika Guðs og þannig að bera árangur meiri og betri en vér annars hefðum þorað að vonast eftir. Sem lítil beild á stóru sviði á kirkjufélag vort við að stríða bæði það, sem sameiginlegt er allri kristni samtíðar- innar og það, sem er sérstakt fyrir oss vegna afstöðu vorrar og ástæðna. Til vor nær ómur af örvæntingarvíli þeirra, sem sjá einungis hættur og öngþveiti. Við eigum nóg af gífur- mælum um það, hve erfiðlega horfi við, en minna af glögg- skygni þeirri, sem aðgreinir ástæður og tildrög og iniðar bjargráðin við vandamálin. Það er að taka vandanum með skynsemi og æðrast hvergi. Á seinni árum hefir dreifing íslendinga farið stórum vaxandi. Margar bygðir vorar verða fyrir þeirri blóðtöku vegna burtflutnings að þær bíða þess aldrei bætur. En í dreifingunni verður erfiðara með allan félagsskap, einkum þegar lika dofnar yfir þjóðernismeðvitundinni þannig, að fólk af íslenzkri ætt sér litla ástæðu til að bindast fremur

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.