Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.07.1938, Blaðsíða 11

Sameiningin - 01.07.1938, Blaðsíða 11
105 samlöndum sinum félagslega en öðrum. Það tjáir ekki að loka augunum i'yrir því að þetta eru breyttar ástæður, sem gera alt mun erfiðara en áður var. Bætum við þetta erfiðu árferði, sem alstaðar ríkti um hríð og enn viða. Það lamar meira vegna þess að nú ríkir almennari óvissa í hugum manna en alment tíðkaðist á frumbýlingsárunum. Af löngun til að vera sjálfstæðir eða öðru höfum vér kosið að standa algerlega út af fyrir okkur, kirkjulega. Þannig fáum við engan siðferðilegan eða andlegan styrk vegna meðvitundar um að vera þáttur af stærri heild. Um leið hefir meðvitund um samhand við kirkju íslands dofnað og orðið óljósari. Má heita að vera helzt ekki til hjá ung- um og uppvaxandi kirkjulýð. Leiðir þetta út í andlegt tim- koinuleysi fyrir mörgum í okkar smáu hópum. Þeir þarfnast viðfeðmara andlegs heimilis. Þá er prestsstaðan orðin hjá oss mjög óaðgengileg fyrir hæfa rnenn ekki einungis eða aðallega vegna þess að þar er fyrir mörgum þröngur kostur, heldur miklu fremur vegna hins að svo fá eru embættin að vort litla félag gefur ekki færi á að mannaskifti geti orðið eðlilega milli sókna þegar þörf gerist. En nú er krafan almenn i öllum kirkjum að afarlöng prestsþjónusta á sama stað leggist niður. Fer gjarnan hjá oss þannig að ef prestur af einhverjum ástæðum þarf að hreyta til og sleppir prestakalli, er honum um leið stefnt hurt frá öllum prestskap. Hann fellur ekki inn í neitt, sem hjá okkur er til, en á hvergi annarstaðar aðgang. Er það óþægileg tilhugsun fyrir hæla, unga menn, er vilja vígja lif sitt prestslegu starfi. Þá er heldur ekki í vorri litlu heild neitt tækifæri til þess að prestur, hvaða hæfileika sem hann kann að hafa, geti rutt sér til rúms til verulegra áhrifa útávið í hérlendri kristni. Hann er meir eða minna einangraður og getur lítið komið við sögu nema i okkar litla hópi. Þetta gildir ekki um neina aðra menningarstöðu, sem ungir, ís- lenzkir námsmenn geta gengið inn í hér. 1 þeim öllum eiga þeir greiðan aðgang að því að geta notið sín á hinu stærra sviði eftir því sem gálur og gjörfileiki leyfa. Kennimennirnir einir eru tjóðraðir við hæl í þessu tilliti. Er þannig hlaðið undir meðalmensku eða minna en meðalmensku fvrir of þröngt starfsvið og sjóndeildarhring. Meðan þessu fer fram hjá oss, er við hlið vora annað islenzkt kirkjufélag er með aðl'engnu fé leitast við að ná fót- festu hvar sem færi gefst. Meðmælin að jafnaði, að ekkert verulegt beri á milli. Enda haldið við ýmsum ytri venjum

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.