Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.07.1938, Blaðsíða 14

Sameiningin - 01.07.1938, Blaðsíða 14
108 Sé hann með oss, ekkert er óttalegt þá sigrum vér. Hvað snertir hin einstöku vandamál og erfiðleika, sem við er að stríða, er áríðandi að horfast í augu við veruleik- ann án þess að æðrast, að starfa sem þeir er hafa trú á mál- stað sínum, að láta ekki hugfallast, þegar lítið ávinst, treysta guðlegu fulltingi en liggja þó aldrei á liði sínu, gera það sem unt er í bili en láta þó aldrei þar við sitja. Þó margt sé í molum fyrir okkur og fylsta ástæða sé til að kannast við með auðmýkt það sem á vantar, þá er hjá fólki voru í öllum bygðum og söfnuðum mikið af trygð við hugsjónir og mál- efni vor, sem þarf að fá fyllri framrás. Það eru mikil umbrot hjá hugsandi mönnum hvað snertir andleg mál, en það er einmitt vottur um að margir eru að átta sig á að áhrif kristindómsins má ekki iniða við lágan himin og litla jörð. Þau þurfa og eiga að vera skapandi afl, semundanskliur ekkert í lífinu frá því að ummyndast fyrir áhrif þeirra. f því sýnir sig ekki sízt undramáttur kristindómsins að trú á hann eykst við alla einlæga og alvar- lega viðleitni að ryðja honum braut og þegar mest kreppir að. En einungis með öruggum huga fá menn beitt sér þannig að um árangur og sigur geti verið að ræða. + -f Samvinna.—Eg hefi áður gert grein fyrir því hvernig eg lít á samvinnu og sambræðslu milli Sambandskirkjufélagsins og vors eigin kirkjufqlags. Voru ummæli mín samþykt at’ kirkjuþingi sem réttmæt greinargerð á afstöðu vorri. En vegna þess að einhver misskilningur virðist ráða hjá nokkr- um utan kirkjufélags vors sérstaklega, vil eg enn á ný fara uni málið nokkrum orðum. Aðal þröskuldur í vegi þess að samband eða almcnn samvinna geti átt sér stað milli lelag- anna, er frá mínu sjónarmiði það að Sambandskirkjufélagið er partur af stærri félagsheild, sem samkvæmt stefnu sinni ekki viðurkennir Krist sem Guð og frelsara, til að nota orð þeirra sem standa að myndun alheims bandalags kristinna kirkna. Eg veit að margir í Sambandskirkjufélaginu eiga ekki samleið með únítörum í þessu efni, en þeir slcipa sér þar undir merki. Það mundi kirlcjufélag vort aldrei geta gert. Hefi eg látið í ljós við að minsta kosti tvo leiðtoga í Sambandskirkjufélaginu að það spor er eg teldi líklegast til að færa kirkjufélögin nær hvort öðru væri það að þeir sæu sér fært að segja skilið við American Unitarian Association, og standa sem óháð islenzkt kirkjufélag. Þá stæði líkt á

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.