Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.07.1938, Side 16

Sameiningin - 01.07.1938, Side 16
110 velja vel. Námsgreinirnar sem hún kennir nú eru aðailega tvær: handiðnir og garðrækt. Hið i'yrra er óhjákvæmileg nauðsyn sérhverju heilbrigðu þjóðlífi. Heilbrigða ástandið er það, að alt í'ólk, ríkt og fátækt, læri nytsama vinnu, verði vel að sér til munns og handa. Enginn er svo ríkur, að hann ekki þurfi að læra að vinna með höndnnum, og enginn svo fátækur, að hann ekki þurfi fræðslu úr bókum. Það er farsælt ástand þegar allir eiga kost á að auðga anda sinn og öllum þykir það sómi að kunna vel til verks. Það hefir reynst vel í liðinni tíð, að heimilin eigi sem fjölbreyttast líl', að þar sé sem mestur styrkur í anda og orku. Nútíðin hefir dregið mikið af þessu burt frá heimilinu og framleitt það með vélavinnu í tröllaulcnum verksmiðjum. Mannkynið hefir, frá þeirri uppsprettu, fengið mikið af nýj- um vörum, ódýrari en áður þektust; en miljónir þeirra manna og kvenna er þar vinna, hafa verið gjörðar, því sem næst, að hjólum í vélum, sem ekkert þurftu að hugsa. Heim- ilisiðnaðurinn þar á móti æfði mikla og fjölbreytta hugsun. Og þó einkennilegt megi virðast, hefir heimskreppan mikla vakið að nýju iðnað á heimilunum. Halldóra sýndi hér vestra fagran og margbreyttan heimilisiðnað. Eg óska honum líf og blessun á íslandi. Vel sé henni sem hefir örfað þetta starf og þroskað. Garðrækt er alstaðar til hlessunar þar sem henni verður við komið. Garðurinn veitir mönnum aukna fæðu og aðrar fæðutegundir en þær er dýraríkið gefur, og þær tegundir eru mikill þáttur í heilbrigði og nauðsynlegum líkanilegum þroska, en þar var skorturinn á íslandi svo slcelfilega mikill. Það er sérhverri þjóð til mikilla framfara að hún kunni að hagnýta sér sem mest, helzt alt, sem landið á til í eigu sinni. Garðurinn er þar mikilvægur þáttur. Halldóra Bjarndaóttir á skilið mikið þakklæti fyrir það, sem hún hefir kent íslend- ingum í garðrækt og einnig í því að nota það sem getur sprottið í garðinum. Göfugar þjóðir, sjálfri sér sannar, eru altaf að læra, læra að þekkja landið sitt, þekkja sjálfa sig, og í öllu starfi sínu að þekkja Guð. i öllu þessu hefir Halldóra Bjarnadóttir verið áhrifamikill þáttur. Um 20 ár hefir hún verið ritstjóri að tímaritinu Hlín og þar barist með hógværð og sannfæringarkrafti að þessum góðu málefnum. R. M.

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.