Sameiningin - 01.04.1918, Qupperneq 3
anu'imngin.
Mánaðarrit til stuðnings kirkju og lcristindómi ísUndinga.
gefið út af hinu ev. lút. kirlcjuf&lagi fsl. í Vestrheimi
33. ARG. WINNIPEG, APRIL, 1918 NR. 2
Kirkjuþing 1918,
Hér með tilkynnist söfnuðum og prestum Iiins evan-
geliska lúterska Jcirkjufélags íslendinga í Vesturheimi,
að ársþing félagsins, hið 34., verður, ef Guð lofar, sett, í
kirkju Fyrsta lúterska safnaðar i Winnipeg, miðviku-
daginn, 19. Júní 1918, klukkan 11 árdegis.
Frá engum söfnuði kirkjufélagsins kom tilhoð um að
taka á móti kirkjuþingi í þetta sinn. Fyrsti lúterski söfn-
uður i Winnipeg hefir því hlaupið undir hagga, og verður
tekið á móti þeim öllum, sem eru reglulegir erindrekar,
og séð um þá meðan þingið stendur yfir.
Samkvœmt lögmn Kirkjufélagsins eiga sæti á þing-
inu, auk presta og emhættismanna, erindrekar safnað-
anna, einn fyrir hverja lmndrað f e r md a safnaðarlimi
og þar fyrir inna-n, fyrir meir en hundrað fermda safnað-
arlimi og alt upp að 200 tveir, fyrir meir en 200 og alt
upp að 300 þrír, fyrir meir en 300 fjórir, en fleiri en
fjóra skal enginn söfnuður senda. Til þess að erindrek-
ar geti öðlast sæti á kirkjuþingi útheimtist skriflegt vott-
orð frá söfnuði þeim, er þeir mæta fyrir, um að þeir
standi í þeim söfnuði kirkjufélagsins og hafi verið kosn-
ir á lögmœtum safnaðarfundi.
Fyrirlestrar, trúmála-umræður og áætlun um störf
þingsins verður auglýst síðar.
Winnipeg 26. Apríl 1918.
BJÖRN B. JÖNSSON,
forseti kirkjufél.