Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.04.1918, Blaðsíða 11

Sameiningin - 01.04.1918, Blaðsíða 11
41 ið að taka Drottin burt. Áður hafði hámark lista og skáldskapar verið himiun Guðs. Lifandi Guð talaði áður fyr í listaverkum málaranna, rödd hans harst á hljómöld- um söngvaranna og sál Drottins dýrðarinnar logaði heit og hrein í ljóðum skáldanna. Svo kom efnishyggjan, materialisminn, og tók Drottin hurt. Fyrir Krists-mynd kom trölls-mynd, fyrir lilju komu þyrnar. -— Um löndin fóru vísindin sigurför, sem vera her, en þau týndu Drotni sínum, hann var tekinn hurt og enginn vissi, hvar hann hafði verið lagður. En sjá, einn góðan veðurdag hrukku þær gyðjurnar báðar, List og Vísindi, upp við það, að þeim var orðið kalt og sálir þeirra dimmar og tómar. Drottinn þeirra hafði verið tekinn burtu frá þeim og vís- indi og iist vissu ekki hvar liann var. Materialisminn var sá grasgarðsvörður, sem hafði haft Drottin á burt með sér. Og sálir mannanna fengu ekki lengur svölun í lindum listanna og þær fóru að leynast út að gröfinni til þess að gráta. Það er ekki undir málrósum talað, það er blá- ber staðreynd, að sálir manna eru farnar að þrá það, að Drottinn upprísi frá dauðum í listum og vísindum og bókmentum heimsins. 4. Það er búið að taka Drottin burt úr kirkjunni víða, og hún veit ekki hvar liann hefir verið lagður, frem- ur en aðrir. Samtímis þróunarsögu aflsins og efnisins og siðspeki máttarins dofnaði salt kristindómsins hjá mönnunum. Yfirburðir mannvitsins og yfirdrotnan of- urmennisins varð pistill og guðspjall nýrrar siðspeki, sem svo varð að þeirri arfa-sátu, sem kveikt var við í Bergþórshvoli alirar Evrópu. En meðan á undirbún- ingnum stóð var vitsmununum og lærdóminum stefnt að því starfi, að taka Drottin burt úr kirkjunni, vefengja alla helga hluti, búta sundur alia helga dóma, smá koma inn þeim anda í meðvitund kirkjunnar, að í raun og veru ætti hún ekki annan arf, en fornar og fagrar þjóðsögur. Þá tapaði kirkjan virðingunni fyrir sjálfri sér og fór að taka ofan fyrir heiminum, biðja liann afsökunar á sinni vesælu tilveru, hræra ekki legg né lið nema svo, að hún segði við heiminn: með þínu leyfi, lierra minn. Og þegar svo var komið, gerði heimurinn kirkjuna að ambátt sinni

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.