Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.04.1918, Side 13

Sameiningin - 01.04.1918, Side 13
43 ingarnar og lífsskoðanirnar lioldi klæddar fram í dags- birtnna. Svo var þá friði slitið og Harmagedón iiöstnð öllnm heimi. — Og hvers vegna myndi heimnrinn nú veltast í blóði sínu? Af því buið var að taka Drottin burt úr heiminum og enginn vissi, hvar liann liafði verið lagðnr. Og nú stendur veröldin hnipin og grætur, ber sér á brjóst og hrópar: Hví leið eg það, að Drottinn minn \’æri tekinn burtu frá mér ? II. GleÖiefnið mikla: Vonin um upprisu Brottins. Grátin stóð konan við gröfina og horfði í svarta myrkur, huggunarlaus, vonlaus, því búið var að taka Drottin burt. En ]>egar neyðin er stærst, er hjálpin næst. Áður en hún vissi, var Drottinn kominn. Ilann sem burt var tekinn, var kominn aftur. Helja fékk ekki lialdið honum, myrkrið gat ekki hulið hann. — Myrkrin geta aldrei til lengdar hulið hann. Eitt orð af vörum hans og jörðin verður himnaríki. María heyrði orðið, hún sá, hún trúði. Hún varpar sér lotningulostin að fótum hans, hún þreifar til hans; hann segir “snertu mig ekki”. — Dýrlegt málverk eins hins gamla meistara—frá þeirri tíð, að ekki var búið að taka Drottin burt frá listinni— er mynd af þessu. Myndin heitir “Snertu mig ekki”. Svo er þar Guðs dýrð liins upprisna lausnara dásamleg, að maður fær ekki varist tilbeiðslu. Þar er friðurinn og kærleikurinn óviðjafnanlegur. Og við fætur hans krýpur konan og biður, ogbjarmi dýrlegrar trúar blikar á ásjónu hennar. Þetta er María Magdalena, sú er syndgað hafði mik ið, en elskaði mikið einnig, og fyrst allra manna leit Iausnarann upprisinn. Og Magdalena gefur oss von. Vér trúum því og höfum fyrir ]>ví mörg tákn, að veröldin, sem meir hefir syndgað en Megdalena og verður því leng- ur að reynast, muni bráðum finna Drottin, sem tekinn var burtu, og krjúpa í trú og bam að fótum lians. Hver líkindi er til ])ess, að von sú rætist? Hver eru tákn þess, að páskar sé í nánd? Eg hefi þegar að því vikið aftur og aftur, hversu sálirnar á öllum svæðum

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.