Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.04.1918, Side 16

Sameiningin - 01.04.1918, Side 16
46 % Börnunum geta menn þolað barnaskapinn. Eng'inn tekur til þess, þótt maðurinn sé barnalegur, áðui* en hann kemst til vits og ára. pað er jafnvel óeðlilegt að missa af bernskuskeiðinu, að vera fullorðinn í hugsun og háttum, en barn að aldri. Maður nokkur var einu sinni spurður, hversu gamall vinur hans væri. “Bíðum við”, svaraði hann, “hann var fimtugur þegar hann fæddist; það var fyrir þrjátíu og þremur árum; nú hefir hann þrjá um áttrætt”. Slíkir menn eru til. þeir hafa aldrei verið ungir, eiga engin bernskuár. peir missa af glaðværð og áhyggjuleysi barna- skapar og byrja lífsferil sinn með hegðun og tilfinningum fulltíða manns. En það líf er aldrei fagurt. ]?að liggur eitthvert óeðli, einhver vanskapnaður, í of bráðum þroska. Sú bemska er sönnust, sem er barnslegust. Barnaskapinn getum vér því umborið, þegar um barn er að ræða. Vér miss- um þá ekki þolinmæðina. “petta er ekki nema bara enn þá”, segjum vér til afsökunar orðum og tiltækjum. En þeg- ar barnaskapurinn kemur í ljós hjá manni, sem kominn er á fullorðins ár, þá getum vér ekki fundið honum neitt til afsökunar. pá er lýti að honum; hann ber vott um þroska- leysi. Vér eigum að skilja hann eftir í fortíðinni, þegar þroskinn eykst og verksviðið stækkar með fulltíða-aldrinum. Vér höfum góða heimild fyrir þeim orðum, að þegar vér vorum börn, töluðum vér eins og börn, hugsuðum eins og böm og ályktuðum eins og börn; en þegar vér urðum full- tíða menn, þá lögðum vér niður barnaskapinn.1) Til er þó fullvaxið fólk, og ærið margt, sem heldur i barnaskapinn. Til dæmis, ólundarköst eru ekki fátíð hjá ungum börnum. Eitthvað gengur ekki að óskum, og þau verða afundin, taka sig út úr, setja totu á munninn og vilja ekki taka undir við leiksystkini sín, eða leika sér með þeim. Engin furða, þótt hin börnin í hópnum gjöri gys að því- líkum firrum og ausi spottyrðum yfir þennan félaga sinn. pað er löng ment, og lærist ekki nema af reynslunni, að geta orðið vel við hverju mótkasti, hverri móðgun og lítilsvirð- ing. pað er því ekki nema eðlilegt, þótt ungum bömum gangi stundum seint að vinna bug á stygglyndinu. Vér get- um ekki tekið hart á þeim fyrir það. Ófullkomlei kar ýmis konar eru auðvitað sjálfsagðir á þroskaskeiðinu. óþroskuð epli e'ru ekki sæt venjulega. En um það er ekki að fást; fyrst er vísirinn, svo er berið. 1) I. Kor. 13, 11. pýð.

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.