Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.04.1918, Side 17

Sameiningin - 01.04.1918, Side 17
47 En af og til — og það ekki svo sjaldan — hittum vér fulltíða menn, sem ekki hafa komist yfir ólundarköstin. peir eru ofur-ljúfir og glaðlyndir á meðan ekkert kemur við sjálfsþóttann. En undir eins og einhver virðist taka of lítið tillit til þeirra, sýnir þeim ekki tilhlýðilega virðing eða nógu nákvma alúð, eða þegar hafnað er einhverri tillögu frá þeim eða bollalegging, þá setja þeir óðar upp ólundarsvipinn, fram-myntan, með ygli-brún, og hafa til að rjúka á dyr í barnalegu fússi. Á þessu bryddir all-oft í vinskaparmálum unglinga. peir vilja stundum eiga algjört og óskift einka-tilkall til vina sinna. Festa sjálfir vinskap, með áköfu ástríki, við eitthvert leiksystkini sitt, og vilja svo að vinurinn heyri sér einum til, algjörlega; hann má varla vera kurteis við aðra út í frá, hvað þá vingjarnlegur. Ef út af bregður hið allra minsta með slíka hollustu, þá verður þessi óhófs-vinur fár við, tekur ólundar-kast og segir kjökrandi: “pér þykii’ ekki lengur vænt um mig”. Ungum börnum er hægt að þola þetta og annað eins, en komi það fyrir hjá unglingum, sem komnir eru af barnsaldri, þá ber það vott um sjúkt og óheilnæmt tilfinningadekur. Vináttan er fögur, þegar henni fylgir traust og göfug- lyndi; þegar hún kann sér hóf og er laus við heimtufrekju; getur fús og glöð séð öðrum veitta virðingu, og ann þeim hlutdeildar með sér í ástúð og umhyggju vinar síns. En öðru vísi er of mörgum farið; þeir eru eigingjarnir í vin- áttunni; þeir eru ekki ánægðir með að eiga öndvegið í hjört- um vina sinna, heldur vilja þeir byggja öllum út þaðan og sjá jafnvel ofsjónum yfir algengri kurteisi. Slíkir menn hafa ekkert með vini að gjöra. Jafnvel börnin, þegar þau eru ’Sem barnalegust, sýna þess konar innræti örsjaldan. Öfund og afbrýði eru stór-lýti á .hverjum manni, ekki sízt þeim, sem bera kristið nafn; þær ódygðir teljast áreiðanlega til barnaskaparins, sem sérhver fulltíða maður og kona á að leggja niður. Margskonar geðbrestum öðrum á maðurinn að vera vaxinn upp úr, þegar hann hefir náð fullum þroska. Páll postuli nefnir mörg lundareinkenni, sem engan rétt eiga á sér í lífi kristins manns og eiga að útrýmast — reiði, bræð', vonzku, lastmæli, svívirðilegt tal.1) Til eru margir góðir menn — góðir í öllum stóratriðum lífs og lundernis — sem ill-mögulegt er að komast af við. peir eru ónærgætnir, óþýð- -----O----- 1) Kól. 3, 8—pýð.

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.