Sameiningin - 01.04.1918, Blaðsíða 21
51
bærra hæfileika, mentunar og mannkosta þess manns, er
fyrstur og um mörg ár var þar ábóti. Gerði Bernard “garð-
inn frægan”, eins og sagt er, því þorpið Clairvaux er þekt.
utan Frakklands einungis sökum þess, að þessi mikli og ágæti
maður er við það kendur.
Sem prédikari þótti Bernard alveg frábærlega snjall.
Talaði hann mjög til tilfinninga fólks og náði venjulega svo
miklu valdi yfir áheyrendum sínum, að það mátti heita að
hann sópaði öllu fyrir sér. Lagði enda mjög fyrir sig að
prédika á þeim stöðum, þar sem fólk var horfið frá kirkj-
unni, og þótti enginn jafnast við hann að ná slíkum mönn-
um til baka. Við slík tækifæri var það venja hans þegar
ræðan var búin, að hann bað þá, sem til baka vildu koma, að
rétta upp hönd sína og voru þá alstaðar hendur á lofti. Er
mælt að hendurnar uppréttu hafi oft titrað og verið óstyrk-
ar, svo mikið hafði þeim verið niðri fyrir, sem þverbrotnir
höfðu verið eða annars hugar í trúarefnum, en nú fundu
sig tilknúða að leita í skjól kirkjunnar á ný.
Bernard var maður hreinn og beinn í öllu. Lifði sjálf-
ur hreinu og flekklausu lífi og heimtaði hið sama af öðrum.
Sem kirkjumaður var hann strangur og einarður. Ávítti
þunglega alt, sem hann taldi ganga í spillingar áttina, gerði
sér þar engan mannamun, var eins reiðubúinn að setja páf-
ann sjálfan á kné sér og leggja honum lífsreglurnar, eins
og þá er lægra voru settir. Mátti heita að vald hans í þess-
um efnum væri nærri takmarkalaust. Kirkjunnar menn
frá hinum æðsta til hins lægsta litu á Bernard sem spámann,
sem ekki einasta bæri að hlýða á með hinni dýpstu lotningu.
heldur og fara eftir ráðum hans í öllu.
Árið 1130 dó páfinn, Honóríus annar. Urðu þá snarpar
deilur út af því, hver væri réttkjörinn páfi. Hafði nokkur
hluti kardínálanna haldið fund og kosið Gregórió Paparesci
dei Guidoni til páfa og nefndist hann Innócent annar. Hinn
hluti kardinálanna hélt fund í öðru lagi og kaus Pétur Pier-
leoni kardínála fyrir páfa og nefndist hann Anacletus annar.
Gekk hvorki né rak með úrskurð í deilumáli þessu fyr en
Bernard skarst í leikinn. Anacletus sat í Róm og hélt páfa-
höllinni. Hann hafði og fylgi veraldlegra höfðingja á ítalíu
og mátti það sín mikils. Innócent hafðist við norður á Frakk-
landi og hafði enn sem komið var lítið höfðingja fylgi. En
brátt slóst í lið með honum sá maður, sem var margra höfð-
ingja maki. Sá maður var Bernard ábóti í Clairvaux
Innócent öðrum er svo lýst, að hann hafi verið vitur
maður, siðavandur og vel fallinn til stjóniar. Hvernig