Sameiningin - 01.04.1918, Qupperneq 22
52
maður Anacletus hefir verið fæ eg ekki séð. Fræðibækur
geta hans að litlu öðru en því, að hann hafði staðið í þessu
stímabraki við Innócent annan. En hvort sem fylgi
Bernards hefir stafað af mismunandi áliti hans á mönnun-
um, eða hann hafi álitið aðra kosninguna lögmætari en hiaa,
þá er það víst, að hann kastaði sér inn í deilumál þetta með
allri þeirri einbeittni, sem honum var lagið. Leið ekki á
löngu áður en hagur Innócents fór að rétta við og fylgi mót-
stöðumanns hans að réna að því skapi.
Innócent hélt til í klaustrinu í Clairvaux, sem enn var
sneytt allri prýði hið ytra og næsta fátæklegt. Fór hann
marga leiðangra hingað og þangað um Evrópu á fund höfð-
ingja að leita sér fylgis. Var Bernard ávalt með honum.
Varð þeim mikið ágengt. Fengu þeir í lið með sér meðal
annara, Lothair hinn þriðja pýzkalandskeisara. pegar támi
þótti til kominn lét Bernard kalla saman fjölment kirkju-
þing á Frakklandi, og var þar lýst yfir, að það þing viður-
kendi Innócent sem páfa. Sams konar þing var haldáð á
pýzkalandi og sama yfirlýsing gerð. Loks kom að þvi að
England, Frakkland, Spánn og pýzkaland öll viðurkcndu
Innócent. Fékk þá páfi pýzkalandskeisara til þess að fara
með sér suður á ítalíu. Lét hann páfa þar krýna sig til
keisaratignar, en treystist ekki að því sinni að ryðja honum
veg að páfasætinu, söxum ófriðar, er hann átti í um þær
mundir við hina svo nefndu Hohenstaufen kongaætt á
pýzkalandi. Var sá ófriður út af héruðum nokkrum, er þeir
höfðingjar, Lothair keisari og Friðrik II af Hohenstaufen,
báðir þóttust eiga. Fékk Bernard loks sætt þá höfðing:ja og
komið á friði. Var því næst kallað saman kirkjuþíng á
ítalíu og Innócent viðurkendur páfi, en Anacletus banmíærð-
ur. Snemma á árinu 1138 dó Anacletus og kusu flokkaunenn
hans kardínála einn, Gregórió að nafni, fyrir páfa. Tók
hann sér nafnið Victor fjórði. Gerði Bernard sér ferð á
fund Victors og gat svo talið um fyrir honum, að hann af-
salaði sér allri kröfu til páfadóms. Var klofningurinn í
kirkjunni að því sinni úr sögunni. pótti Bernard þama hafa
unnið hið mesta þrekvirki. Gat Innócent nú loks tekið að
stjórna málefnum kirkjunnar, einvaldur og án nokkurrar
mótstöðu.
Merkilegt er það með Bernard, jafn hógværan mann og
auðmjúkan, í hvað miklum stórræðum hann varð oítast að
standa. Var eitt af því deila afar hörð og skæð, sem hann
átti í við Pétur Abelard, einhvern hinn lærðasta mann og
mesta garp sinnar tíðar. Var Abelard bæði sprenglærður