Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.04.1918, Page 24

Sameiningin - 01.04.1918, Page 24
54 gjarn. Er það sjaldgæft að þessháttar menn láti sér segjast við “prívat” samtal. Sitja venjulegast við sinn keip »vo lengi sem fært er og stundum lengur. Kom samtal þetta engu til vegar. Kærði Bernard þá Abelard á kirkjuþingi í Sens á Frakklandi árið 1141. Var Abelard dæmdur sekur um villutrú. Áfrýjaði hann þeim dómi til Róm, en tapaði. Fékk sjálfur bannfæring og þeir sem honum fylgdu og var dæmdur til fangelsisvistar í klaustri. Rit hans skyldi brenna. Var síðar nokkuð linað á þessum þunga dómi, sökum játn- ingar merkilegrar er Abelard ritaði, og heilum sáttum sætt- ust þeir Bernard og hann. Langt er frá því, þó Bernard yrði til þess að fella Pétur Abelard, að hann væri nokkur ofsóknari. pvert á móti er hann álitinn einn af hinum allra göfugustu mönnum Miðald- anna, sannleikselskandi, hjartahreinn og góðsamur. Hon- um var sannleikurinn fyrir öllu, og trúmensku við sannleik- ann varð hver maður að sýna og inna af hendi, hvað sem það kostaði. pá sem að brugðust sannindum kristinnar trú- ar, vildi hann láta vinna til baka með góðu. í því sambandi er þessi einkennilega setning tilfærð úr ritum hans: “Litlu refirnir, sem skemma víngarðinn, eiga að vera sannfærðir fremur með orðum en með sverðum”. pó vildi hann, ef eng- in orð dygðu, láta taka “litlu refina” harðari tökum, — jafn- vel taka til sverðsins, ef enginn væri annar kostur, — frem- ur en líða, að “litlu refirnir” fengju óáreittir og í næði að “skemma vínviðinn”. Líklega hefir Bernard þarna að ein- hverju leyti verið barn sinnar tíðar, þó mikill maður væri hann og göfugur. Eitt af hinu þyngsta mótlæti sem Bernard varð fyrir, var það, hve illa tókst til með hina svonefndu “aðra kross- ferð”, sem farin var á hans dögum (1147) til Gyðingalands í þeim tilgangi að ná landinu úr höndum Tyrkja. Hafðí Bem- ard ferðast víða um Evrópu, að tilhlutun páfa (Evgeníusar þriðja), fengið Lúðvík sjöunda Frakkakonung, Konráð þriðja, konung á pýzkalandi og aðra höfðingja til að fara í þann leiðangur. Hafði Bernard fastlega búist við sigri og átti bágt með að sætta sig við þau ömurlegu ferðalok sem urðu. Kendi hann um syndum krossferðarmanna, að svo illa hafði tiltekist. pegar Bernard var á ferðalagi á pýzkalandi að eggja menn til krossfararinnar, var verið að ofsækja Gyðinga í borginni Mainz. Hafði munkur einn, Radúlf að nafni, komið þeirri ofsókn á stað. Bemard skarzt í þau mál með Gyðing- um, og máttu áhrif hans sín þá sem oftar svo mikíls, að of-

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.